Ertu ekki búinn að fá nóg?

Jæja þá er maður komin í Skagafjörðinn. Mér líst vel á nýja starfið en veðrið hefur ekki verið mjög heitt – ca - 13◦. Það er búið að vera fjandi kalt en nánast stafalogn.

Ég er 1 af þeim sem hlustaði á umræður á Alþingi í gærkvöldi. Blablablaba og nánast ekkert annað sem  mér fannst koma fram.  Jú eitt áttu þeir sem töluðu sameiginlegt og það var að sannmælast um að íslenska þjóðin væri duglegt og gott fólk, harðgert og með mikla sjálfsbjargarviðleitni.  Vei!! Þeir áttuðu sig á því – loksins. Margir sögðu að við (þjóðin) myndi krafla sig úr vandræðunum. 

Það sem mér fannst hins vegar vanta í stjórnmálamennina var að þeir boðuðu ekki neinar breytingar á flokkakerfinu eða aðgengi fólks að ákvörðunum þeirra sem sitja á Alþingi.  Einn þingmaður baðst afsökunar, takið eftir aðeins einn.  Hvað með alla hina sem eru jafn eða meira brotlegir en þessi tiltekni maður.

Ótrúlegt en satt en maður veltir því fyrir sér hvenær þessir aðilar sem voru svona brotlegir í starfi ætla að sjá sóma sinn í því að hætta í pólitík og fara að skammast sín.  Stjórnlagaþing er jú í farvatninu. En af hverju núna? Af hverju dettur mönnum til hugar að fara í stjórnlagaþing núna? Svo þeir geti beint kastljósinu að öðru en kúkablettinum í buxunum sínum.

Er nóg að flokkur fái nýjan formann og þá sé allt gott? Er nóg að t.d. Geir og Ingibjörg stíga til hliðar, alla vega tímabundið?  Er nóg að horfa á umræður á Alþingi og heyra á þá boða nýjar áherslur og segja: við gerðum kannski mistök, já jafnvel gerðum þau, (og án nokkurs sýnilegrar iðrunar) en geta ekki bent á mistökin, gengist við þeim og tekið þeim afleiðingum sem viðkomandi á í raun að fá?

Það var gaman að heyra flesta tala um að ferðaþjónusta á Íslandi væri ákveðin bjarhringur fyrir þjóðina.  Af hverju voru stjórnvöld að loka skrifstofum Ferðamálastofu í Danmörku og Frankfurt? Hvernig ætla þeir að styðja við rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á komandi mánuðum og árum? Ég fylgist spenntur með og hlakka til að sjá næstu útspil þeirra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 629

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband