Sjómannadagurinn heima á Patró,meriháttar helgi

Ég get ekki orða bundist eða sleppt því að tala um síðustu helgi.  Málið er að Einar Á vinur minn og samstarfsmaður var að fara vestur á Patró til að taka þátt þegar fermingarsystkinin héldu uppá 25 ára fermingarafmæli og það á Sjómannadeginum sem er, eftir því sem mér hafði heyrst, þ.e.a.s. áður en ég sá þetta með eigin augum, stór viðburður þar vestra.

Jújú ég get svo sem sagt að ég hafi ekki verið neitt ,,ofsahrifinn” við jáinu sem ég gaf honum fyrr í vetur um að ég kæmi með.  En allavega sé ég ekki eftir því núna.

Frá því að við komum á föstudagskvöldi og þar til við fórum í eftirmiðdaginn á sunnudaginn var hvert ævintýrið á eftir öðru.

Ég mætti í flesta dagskráratriði þessa alltof fáu klukkutíma sem við stoppuðum þar.  Við gistum í húsi Einars, borðum góðan mat hitti fullt af fólki sem ég hafði ekki hitt í tugi ára.  Ég hitti og ræddi lengi við skólabróður minn hann Frey og þótti mér afar vænt um að hitta hann, mér þykir vænt um hann.  Hann sagði mér frá helstu viðburðum í hans lífi þeim 22 árum sem við höfðum ekki sést og ég honum frá mér.  Ég hitti Styrru en það er jafn langt síðan ég hitti hana síðast.  Adda og Unna frændur mína, Birnu Jóns og svona get ég lengi talið upp.

En yfir heildina litið þá var þetta ævintýri sem ég er ákveðin að taka þátt í í komandi framtíð en ég ætla að gera það með öðrum hætti.  Dagskrá hátíðarinnar byrjar á fimmtudegi og endar á sunnudagskvöld og ætla ég, ef einhver kostur er, að reyna að mæta á fimmtudegi og vera framá mánudag til að geta tekið þátt í þessu öllu.  Það var mjög metnaðarfull dagskrá, hélt manni við efnið frá morgni til kvölds og lítill tími til að ,,slappa” af öðruvísi en að taka þátt og hitta fólkið sem mér þykir vænt um þarna fyrir vestan og ég sé ekki oft.

Ég segi við þá sem standa að sjómandeginum heima á Patró. Til hamingju og mikið er gaman að sjá hvað þið hafið staðið ykkur vel í skipulagningu og frumlegheitum á þessum degi. Geri aðrir betur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný

Gaman að rekast á bloggið þitt, og þig sjálfan fyrir vestan. Já þetta var flott helgi á Patró.

Kv. Gúggý á Patró

Guðný , 5.6.2008 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband