Sumarið

Mikið er þetta búið að vera skemmtilegt sumar.  Bara mörg ár síðan ég hef upplifað svona frábært og yndislegt sumar.  Ég er búinn að fara í 3 ferðir þar sem að viðskipavinir okkar eru þýskir, á öllum aldri, með allskonar bakgrunn og allskonar ,,sérþarfir”.  Ég meira segja lenti í því að þurfa að leiðsega í forföllum farastjórans en hann veiktist skyndilega.  Einnig er ég búinn að fara á suma staði á landinu þar sem ég hef ekki komið síðan ég var ungur drengur.  Skrítið að upplifa þetta alltsaman og forréttindi að fá að taka þátt í þessu.  Lenti meira segja í því á Mývatni að leiðsögumaðurinn varð veikur og ég þurfti að taka hópinn uppí Öskju og Herðubreiðalindir.  Gekk fínt þó ég sé ekki altalandi á þýsku.  Fyrri nóttina okkar þar var ekki nema 1 stigs hiti og þegar við vorum að borða morgunmatinn þá sjóaði.  Biggi vinur minn var að vinna þarna sem skálavörður og þótti mér vænt um að hitta hann.

Starfsfólk fyrirtækisins á ýmsum stöðum á landinu hafa verið frábærir og gefið okkur gott að borða og reynt að þjónusta okkur sem best.

Ég er búinn að eignast frábæra vini og hefja vináttu við fólk á öllum aldri bæði starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins.

Af því að ég hef verið í þetta mörgum ferðum hef ég lítið geta verið heima en það koma tímar og þá getur maður dvalið þar í ró og næði.  Við Einar verðum bara 2 í september vegna þess að Marek og Bart fara heim í frí en koma svo aftur eftir mánuð.  Ég hitti Óskar í Ásbyrgi og við eyddum deginum saman og þrifum og bónuðum bílana.  Ég hitti Einar á Húsavík á dögunum og mikið er gaman að hitta samstarfsmenn mína og geta átt með þeim stund.

Einn leiðsögumaðurinn sem ég er búinn að vinna eitthvað með í sumar vill bara fá mig í leiðsögn fyrir fyrirtækið hans.

Ég hitti Kristu systur, Eddu og Tóta á Egilsstöðum á dögunum.    er ÓL byrjað og ég fylgist með öllum leikjum í handbolta sem hægt er að fylgjast með og hlakka mikið til að horfa á í 8 liða úrslitum.

Ég mun sýna ykkur eitthvað af myndum sem ég hef verið að taka í sumar þó eflaust mættu þær vera fleiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband