24.8.2008 | 07:12
Sumarið
Mikið er þetta búið að vera skemmtilegt sumar. Bara mörg ár síðan ég hef upplifað svona frábært og yndislegt sumar. Ég er búinn að fara í 3 ferðir þar sem að viðskipavinir okkar eru þýskir, á öllum aldri, með allskonar bakgrunn og allskonar ,,sérþarfir. Ég meira segja lenti í því að þurfa að leiðsega í forföllum farastjórans en hann veiktist skyndilega. Einnig er ég búinn að fara á suma staði á landinu þar sem ég hef ekki komið síðan ég var ungur drengur. Skrítið að upplifa þetta alltsaman og forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Lenti meira segja í því á Mývatni að leiðsögumaðurinn varð veikur og ég þurfti að taka hópinn uppí Öskju og Herðubreiðalindir. Gekk fínt þó ég sé ekki altalandi á þýsku. Fyrri nóttina okkar þar var ekki nema 1 stigs hiti og þegar við vorum að borða morgunmatinn þá sjóaði. Biggi vinur minn var að vinna þarna sem skálavörður og þótti mér vænt um að hitta hann.
Starfsfólk fyrirtækisins á ýmsum stöðum á landinu hafa verið frábærir og gefið okkur gott að borða og reynt að þjónusta okkur sem best.
Ég er búinn að eignast frábæra vini og hefja vináttu við fólk á öllum aldri bæði starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins.
Af því að ég hef verið í þetta mörgum ferðum hef ég lítið geta verið heima en það koma tímar og þá getur maður dvalið þar í ró og næði. Við Einar verðum bara 2 í september vegna þess að Marek og Bart fara heim í frí en koma svo aftur eftir mánuð. Ég hitti Óskar í Ásbyrgi og við eyddum deginum saman og þrifum og bónuðum bílana. Ég hitti Einar á Húsavík á dögunum og mikið er gaman að hitta samstarfsmenn mína og geta átt með þeim stund.
Einn leiðsögumaðurinn sem ég er búinn að vinna eitthvað með í sumar vill bara fá mig í leiðsögn fyrir fyrirtækið hans.
Ég hitti Kristu systur, Eddu og Tóta á Egilsstöðum á dögunum. Nú er ÓL byrjað og ég fylgist með öllum leikjum í handbolta sem hægt er að fylgjast með og hlakka mikið til að horfa á í 8 liða úrslitum.Ég mun sýna ykkur eitthvað af myndum sem ég hef verið að taka í sumar þó eflaust mættu þær vera fleiri.
Um bloggið
Eymundur A.
Fólk
Uppáhalds leikarar
Þeir koma hægt og rólega
-
Paul Bettany
Þetta er einn sá svalasti! - Kelly McGillis
- Christian Bale
- George Clooney
-
Mark Whalberg
-
Jake Gyllenhaa
IMBd - Tom Cruse
-
Heath Ledger
Fyndið
Nokkrar auglýsingar
-
Brokeback Mounten á íslensku
YouTube - Fyndið
-
Hvar er handklæðið mitt?
YouToube -
Hamborgari á Rússneska vísu
YouTube -
Veðurspámenn
YouTube -
Sveitasæla
YouTube -
Fóstbræður
YouTube -
Fóstbræður
http://www.youtube.com/watch?v=EcgdSmLcb44&feature=related
YouTube -
Magni og Gerður G. Bjarklind
Átrúnaðargoðið og Gerður G. Bjarklind
YouTube -
Torfæran á Hellu
youTube
Tenglar
Mínir tenglar
- Fréttir á mbl.is Kíktu í Moggann
- Líttu á Vísi Fréttir og fl. stöff
- Háskólinn á Hólum
- Halli og Co hjá VGH verktökum Mosó
- Fyndnir og skemmtilegir
- Lestu og brostu
- Hvernig er veðrið
- Dr.Gunni
- Veðurstofan
- Vegagerðin
- Allur fjan... hér!
- Hvað langar þig að vita?
- Auðvitað háskóli Íslands
- Vísindavefurinn
- Jacchigua Frábær flokkur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.