Labb, labb & aðeins meira labb

Ég er búinn að labba meira í sumar heldur en allt mitt líf – held ég!  En mikið er þetta búið að hafa hressandi áhrif á líkaman og sálina.  2-4 tíma göngutúrar og jafnvel lengri, ekkert mál og annað: skrítið að þurfa að fara þessa leið til að upplifa það - en ánægjuleg upplifun.

Ég hef sofið á mörgum tjaldsvæðum á landinu og mörg þeirra misgóð eins og gefur að skilja en mér verður hugsað fyrst til tjaldsvæðisins á Hvammstanga.  Mikið er gott að koma þangað, góðar móttökur og tala nú ekki um aðstöðuna, fínar sturtur, matsalur þar sem hægt er að elda ef út í það er farið.  Ef ég gef mér að 5 * sé það besta þá fær þetta tjaldsvæði 4* jafnvel hálfa í viðbót.

Talandi um Hvammstanga þá keyrðum við fyrir Vatnsnes og skoðuðum Hvítserk, Borgarvirki og fleiri staði, skoðuðum seli og sellátur og ekki urðu við fyrir vonbrigðum með þá því þeir léku sér og hoppuðu og skoppuðu á sjónum, í þeim tilgangi, virtist vera að skemmta okkur.  Ég skil ekki alveg hvers vegna þetta svæði sem samanstendur af frábærri þjónustu, góðri aðstöðu og fallegum náttúruperlum séu ekki notuð meira.  Ég var mjög ánægður með þetta og á þaðan góðar og fallegar minningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband