29.10.2008 | 22:57
Þjónar fólksins í landinu
Ég sá skrítið viðtal við Davíð Oddsson, seðlabankastjóra og spyrillin var Þóra Kristin og hún spyrði Davíð hvort hann hefði hugsað sér að segja upp sérstaklega í ljósi þess að mikil meirihluti fólks í skoðanakönnunum vildi hann úr stól seðlabankastjóra. Hrokinn og fyrirlitningin sem hann sýndi í svari sínu, bara það ætti að vera nóg fyrir þjón okkar að segja starfi sínu lausu. Svarið var: ert þú að hætta í þínu starfi sagði þessi hrokafulli maður og fyrirlitningin skein úr andlitinu á honum. Svona tilsvör á Geir einnig til og stundum hefur maður séð svona svör hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Þetta fólk bauð sig fram til að vinna fyrir okkur, vera þjónar okkar en þetta hefur nú heldur betur snúist við því að við erum orðin þjónar þessa fólks.
Stöð 2 hefur nokkrum sinnum minnt þingmenn á eftirlaunafrumvarpið sem tryggir þeim ofur lífeyristekjur og ég sé ekki að þetta fólk sé neitt að skera niður af þeim hlunnindum sem það hefur. Mjög dýrir bílar, bílstjórar á launum frá morgni til kvöld - eitthvað hlýtur þetta að kosta. Mistök þeirra sem sátu við stjórnvölin allan þann tíma sem sjálfsstæðisflokkurinn var við völd og þessi svokallaða útrás stóð yfir og þumbara gangur þeirra sem að útrásinni stóðu ættu að vera búnir að segja af sér og fela hæfara fólki stjórn landsins. Það er krafa mín sem íslendings að það fari fram kosningar eins fljótt og hægt er svo að þjóðin geti falið þeim sem hún treystir stjórn landsins og með þjóðarátaki myndum við öll vinna okkur út úr vandræðunum.
Ég er með þá hugmynd að ekki verði stillt upp framboðslistum á hefðbundinn hátt heldur fær þjóðin tækifæri á að velja persónur burtséð frá flokkapólitík. Þar hefði ég viljað sjá nafn Dags B. Eggertssonar og ég myndi treysta honum til forystu í okkar málum.
Um bloggið
Eymundur A.
Fólk
Uppáhalds leikarar
Þeir koma hægt og rólega
-
Paul Bettany
Þetta er einn sá svalasti! - Kelly McGillis
- Christian Bale
- George Clooney
-
Mark Whalberg
-
Jake Gyllenhaa
IMBd - Tom Cruse
-
Heath Ledger
Fyndið
Nokkrar auglýsingar
-
Brokeback Mounten á íslensku
YouTube - Fyndið
-
Hvar er handklæðið mitt?
YouToube -
Hamborgari á Rússneska vísu
YouTube -
Veðurspámenn
YouTube -
Sveitasæla
YouTube -
Fóstbræður
YouTube -
Fóstbræður
http://www.youtube.com/watch?v=EcgdSmLcb44&feature=related
YouTube -
Magni og Gerður G. Bjarklind
Átrúnaðargoðið og Gerður G. Bjarklind
YouTube -
Torfæran á Hellu
youTube
Tenglar
Mínir tenglar
- Fréttir á mbl.is Kíktu í Moggann
- Líttu á Vísi Fréttir og fl. stöff
- Háskólinn á Hólum
- Halli og Co hjá VGH verktökum Mosó
- Fyndnir og skemmtilegir
- Lestu og brostu
- Hvernig er veðrið
- Dr.Gunni
- Veðurstofan
- Vegagerðin
- Allur fjan... hér!
- Hvað langar þig að vita?
- Auðvitað háskóli Íslands
- Vísindavefurinn
- Jacchigua Frábær flokkur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er sami rassinn undir þessum gaurum hvort sem þeir heita Davíð eða Dagur, blessaður það breytist ekki neitt
Arnar (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:54
Segji bara ekki meir Geir. Og Dagur er enginn engil og er alveg eins og þessir samfylkingarmenn hugsa bara um sinn eiginn rass.... Vill fá Þorgerði sem forman og forsetisráðherra...... Áfram Tobba
Karl Þ.Indriðason (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:55
Hugsa ekki allir um eigin hag, alltaf? Það geri ég. Gaman að fylgjast með þér á blogginu og við ættum nú að fara að hittast, vinirnir og gera eitthvað skemmtilegt saman
Gilli (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.