Hreint frábær helgi

Ég er búinn að eiga góða helgi.  Á laugardagsmorgun fór ég austur fyrir fjall til að grafa fyrir vatni og rafmagni að sumarbústaðnum.  Vaknaði kl. 6 en átti ekki að fara fyrr en hálf níu og skellti myndinni Seven á og horfði á dauðasyndirnar 7.  Austur í rigninguna og við kláruðum þetta og vorum komnir í bæinn um 3.  Flott ferð og góður árangur.

Kíkti til mömmu og borðaði með henni og svo heim.  Þá vildi svo vel til að vinur minn hringdi í mig og bauð mér á rúntinn, langt síðan ég hef komið á laugarveginn.  Vaknaði svo hress og kátur og eftir að hafa horft á Dagvaktina – sem er að skána aftur – eftir lægð, gekk ég í 1 ½ tíma eftir Ægissíðunni.

Kíkti til Svenna vinar míns á Hringbrautinni og fékk með kaffi með honum. Heim í háttinn og svo verður nóg að gera á morgun. 

Heyrði í Rósu vinkonu minni og átti við hana stutt spjall en skemmtilegt.  Var í sambandi við Óskar, Ágúst og Ragga, frv.vinnufélaga og alltaf gaman að heyra í þeim.  Við Óskar ætlum að fá okkur kaffi á morgun eða hinn og spjalla – reyndar Raggi líka.

Svo er það dagurinn á morgun! Vonandi öðrum líkur, eitthvað að gerast og eitthvað að gera.

Jú, það er að fækka hjá okkur, Marek er að fara til Póllands og kemur ekki aftur fyrr en á næsta ári, er að jafna sig eftir vinnuslys.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband