Frábær dagur!

Mikið ferlega átti ég flottan dag í gær.  Ég fór að stússast í bankamálum um morguninn og rétt fyrir hádegi hélt ég austur að Hellu til að hitta lækninn minn og spjalla við skattinn.  Ég hafði rúman tíma, naut þess að keyra um þetta fallega svæði þar sem ég á margar góður minningar enda forréttindi að fá að vinna þarna.  Svo mundi ég að Ingvi Karl og Kristín voru flutt að Rauðalæk og af því ég hafði góðan tíma skellti ég mér í heimsókn til þeirra.  Mikið þykir mér vænt um þau og Ingvi bauð uppá heimalagað brauð, kökur og tertur og þarna sátum við að spjölluðum.  Gott að eiga svona vini!  Ég fór og hitti Þóri lækni en ég hafði verið hjá honum hálfum mánuði áður í minni árlegu læknisskoðun.  Hann var mjög glaður með niðurstöðurnar úr blóðprufunni og sagði að þær litu út eins og hjá 20 ára heilbrigðum manni og ekkert athugavert væri að mér.  Ég var komin á blóðþrýstingslyf en hef ekki þurft að taka þau núna í 2 ár.  Ég var með óreglulegan hjartslátt og tók lyf við því í 1 ár, laus við það, ég hafði brutt Amelín (sem er lyf fyrir ofvirka) og með smá lyfjabreytingu er ég laus við það og þvílík breyting.  Hann skammaði mig fyrir að reykja ennþá og tók af mér loforð að ég yrði hættur um áramótin.

Ekki minnkaði gleðin þegar ég kom í skattinn.  Hef verið að vinna í skattaframtali síðan 2005 því að ,,snillingurinn” Davíð geri það framtal og hefur í raun skekkt bæði 2006, 2007 og 2008.  Nú er búið að leysa úr því og ég á hugsanlega endurgreiðslu frá skattinum.  Hélt að ég væri búinn að leysa skilnaðinn en það ætla að koma upp svona ,,draugar” en það er langt síðan ég kvað niður síðasta drauginn.

Kom svo í bæinn, þreyttur af ánægju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband