13.11.2008 | 01:26
Dagurinn í dag!
Dagurinn í dag var síst verri en gærdagurinn! Ég endaði daginn með því að fara á tónleka í Háskólabíói og hlustaði á hvern listamanninn á fætur öðrum gera frábæra hluti. Ég fékk nýja sýn á fullt af tónlistarfólki en það sem kom mér mest á óvart var Sálin og Stefán Hilmarsson. Hvílíkir tónlistarmenn sem þeir eru drengirnir! Án efa flottasta atriðið á þessum tónleikum. Ég heyri líka að Stjórnin hefur þroskast og náð að halda sjarmanum frá fyrri árum og líkast til er það síst Stefáni Hilmarssyni að þakka og sá drengur er aldeilis frábær!
Ég fékk líka frábæra sýn á Jónsa í Svörtum fötum og lag sem þeir fluttu og heitir, Dag einn og er flott lag og hreif mann með sér. Hera var flott þegar hún söng og stórgóður efniviður í þeirri stúlku. Markmiðið með tónleikunum var að fá pening í verkefnið Þú getur sem á að minka fordóma og styðja við bakið á þeim sem eiga erfitt andlega. Gott og þarft verkefni.
Heilbrigðisráðherra hélt ræðu og lýsti því yfir hvað hann væri hlynntur þessu verkefni en gleymdi að minnast á að það er fullt af fólki sem á ekki fyrir lyfjum þó svo það sé greint t.d. þunglynt og hag þessa fólks þarf að laga.
Ég er að fara af landi brott í nokkra daga og skrifa eitthvað þegar ég kem til baka og vonandi hafa sem flestir í sig og á.
Enda þetta á smá úrdrætti af ljóðinu
:Gunnarshólmi:
Flúinn er dvergur, dáin hamratröll,
dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda.
En lágum hlífir hulinn verndarkraftur,
hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.
Um bloggið
Eymundur A.
Fólk
Uppáhalds leikarar
Þeir koma hægt og rólega
-
Paul Bettany
Þetta er einn sá svalasti! - Kelly McGillis
- Christian Bale
- George Clooney
-
Mark Whalberg
-
Jake Gyllenhaa
IMBd - Tom Cruse
-
Heath Ledger
Fyndið
Nokkrar auglýsingar
-
Brokeback Mounten á íslensku
YouTube - Fyndið
-
Hvar er handklæðið mitt?
YouToube -
Hamborgari á Rússneska vísu
YouTube -
Veðurspámenn
YouTube -
Sveitasæla
YouTube -
Fóstbræður
YouTube -
Fóstbræður
http://www.youtube.com/watch?v=EcgdSmLcb44&feature=related
YouTube -
Magni og Gerður G. Bjarklind
Átrúnaðargoðið og Gerður G. Bjarklind
YouTube -
Torfæran á Hellu
youTube
Tenglar
Mínir tenglar
- Fréttir á mbl.is Kíktu í Moggann
- Líttu á Vísi Fréttir og fl. stöff
- Háskólinn á Hólum
- Halli og Co hjá VGH verktökum Mosó
- Fyndnir og skemmtilegir
- Lestu og brostu
- Hvernig er veðrið
- Dr.Gunni
- Veðurstofan
- Vegagerðin
- Allur fjan... hér!
- Hvað langar þig að vita?
- Auðvitað háskóli Íslands
- Vísindavefurinn
- Jacchigua Frábær flokkur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sálin er góð! Þeir voru einmitt að spila í Laugum (world Class) um daginn, voru fengnir til að spila fyrir viðskiptavini og starfsfólk einn laugardag í okt. Og það var ÆÐISLEGT! Strákarnir hafa sko engu gleymt og standa alltaf fyrir sínu. Það var gaman að lyfta og syngja með . Mér finnst Jónsi alltaf góður og Hera líka. Fallegur hugur sem fylgdi tónleikaferðinni.
Vonandi hefur þú það gott,
Kær kveðja, Ester
Ester Júlía, 14.11.2008 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.