Vöðvabólga og skírn!

Ég ætla ekki að lýsa hvaða fylgifiskum þessi sjómennska mín hefur haft í för með sér.  Emugel (Voltaren) hefur bjargað lífi mínu. Bjargað? Jú ef ekki væri fyrir þetta gel og það sem það hefur gert fyrir mig væri ég ábyggilega ekki á lífi.  Ég held að það sé hver vöðvi í líkamanum sem er teygður eða togaður og þráir hvíld eða slökun.  Ég fór í sund í dag og í gufu en VÁ – þessi vöðvabólga nær niður hrygginn og en slaknar vonandi fljótlega með fleiri gufum og meira af Eumgeli. 

Borðaði hjá mömmu og hún sagði mér að Sveinn og Dagný ætluðu að láta skíra á laugardaginn.  Aðeins ömmum og öfum væri boðið.  Ég hringdi í Svein frænda  minn og spurði hvort ég mætti vera við í kirkjunni og hann sagði já.  Ég spurði hvort hann vildi ekki spyrja Dagnýu en hann sagði að það þyrfti hann ekki að gera.  Gaman fyrir mig að fá að vera viðstaddur skírn dóttur hans.  Mér þykir svo undurvænt um þessi systkinabörn mín og þeirra börn að ég get ekki hugsað mér að missa af svona uppákomu því að þau skipta mig miklu máli.

Er í fríi frá sjónum og vonandi næ ég að ná niður vöðvabólginni og komast í,,upprunalegt” horf og geta gert allt það sem ég áður gerði.  Setti mynd af frænku minni hér á síðuna og vonandi gleðjast einhverir ættingjar yfir því hvað hún er lík ,,OKKUR”!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband