Er endalaust hægt að leggja á fólkið

Ég ef kosið að taka eins lítinn þátt í allri þessari ruglumræðu sem fylgir þessu ástandi sem er í þjóðfélaginu, svartsýninni, niðurdrepandi umræðu um eitthvað sem virðist einkenna allt tal fólks.  Ég var í kvöldverðarboði í fyrrakvöld og barst talið að mótmælendum og þeir dregnir niður í svaðið fyrir skrílslæti, brotnar rúður, eggjakast og fl. í þeim dúr.  Við búum í frjálsu landi, eða alla vega er okkur sagt það, og þar hefur fólk rétt til að mótmæla og mótmælin sýna bara alla þá reiði sem ólgar undir yfirborðinu, meiri reiði en nokkur gerir sér í hugarlund að sé til staðar.  Alla spillinguna sem þessu fylgir, öll trúverðugheitin og kjaftæðið sem borið er á borð fyrir okkur og stundum held ég að stjórnmálamenn haldi að við þ.e.a.s. íslenskur almenningur sé fífl og ekki þess verður að úrskýra fyrir okkur það litla sem þeir sjálfir vita.  Allt tal um að skipta út 4 ráðherrum, sem í mínum huga er ekkert annað en fórn á höggstökkin sem enn er ekki litaður af neinum aftökum og þeir sem í rauninni þ.e.a.s. þeir stjórnmálamenn sem þykjast ekkert hafa sofið á verðinum á undanförnum árum kenna öllum öðrum en sjálfum sér um.  Okkur vantar nýtt blóð í pólitíkina og að stjórnmálamenn endurskoði þá stefnu sem þeir hafa verið að fylgja og flokkarnir fari í almennilega naflaskoðun. 

Verðbólga að nálgast 20% sem kemur mér ekki á óvart og ástandið bara eftir að vesna. 

Nýjasta uppákoman í DV sýnir bersýnilega að flestir eru orðnir samdauna því ástandi sem er í þjóðfélaginu og svona skítasnepill eins og DV með Reyni Traustasyni og Eiríki Jónssyni þar sem þessir menn sitja ennþá í stólum sínum staðfesta ekkert annað.

Ég hef haft gaman af því að horfaá Útsvar í sjónvarpinu og var stoltur af mínu fólki í Árborg sem stóð sig vel sl.laugardag en finnst samt Borgarbyggðarfólkið hafa verið langt frá sínu besta.  Ég hugsaði og hugsaði eftir að ég sá þá sem tóku þátt fyrir hönd Borgarbyggðar því ég taldi mig þekkja 1 keppandann og viti menn, á sunnudeginum mundi ég svo hver það var sem ég kannaðist vil, hjúkk! Eins gott því ég var að verða vitlaus á svona þráhyggjuhugsunum – æi, þið vitið hvernig þetta er.

Heyrði í tveim félögum mínu í Rangárþingi þeim Jóni og Óðni Burkna í vikunni og ekki gladdi mig mikið að heyra að þar gengur allt upp eins og vera ber.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá að þú ert kominn á bloggið aftur og hefur skoðanir á hlutunum eins og þér er lagið. Hvernig væri að senda línu til gömlu kellunnar´

Jólakveðja frá Grétu

Gréta (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband