Verkefni nýju ársins hafin!

Jæja eftir að hafa átt gott gamlársdagskvöld hjá Tóta og Kristu og öllum þeim gestum sem þar voru.  Borðað frábæran mat sem Tóti bjó til, kalkúnn með öllu því sem honum fylgir var partí á eftir, Halli hélt þessa flottu flugeldasýningu  og síðan var farið heim. (myndir úr veislunni á síðunni)

Nýársdagurinn fór, eins og venjulega, í kaffiboð til Sveins á Hringbrautinni og hitt þar að venju fólk sem maður umgengst ekki daglega og jafnvel einu sinni á ári.  Kaffiborðið hlaðið eins og venjulega og átt ég góða stund þar.

Síðan var kvöldmatur hjá mömmu og var ekki Magga, drottningin af Skaganum þar í fullu fjöri var trillað heim og skriðið uppí rúm eftir góðan göngutúr, svona fá hreint loft í lungun.

Ég hef ekki haft það fyrir sið að strengja áramóta heit og gerði það ekki heldur núna.  Mín skoðun er sú að maður eigi að strengja heit þegar manni líður þannig........

Í dag fór ég svo með Möggu og mömmu í búðir því að Magga þurfti endilega að kaupa sér DVD spilara því hún er nú skyndilega, komin fast að áttræðu, sérstakan áhuga fyrir DVD spilurum og þeim myndum sem hægt er að fá í þá.

mamma,Krista, Tóti, Edda Sólveig, Sesselja, Halli, Gunnar Snorri, Gunnhildur,Kolfinna, Sveinn, Dagný, Jökull, Þóranna, Svenný,Einar Ásgeir, Marek, Bart, Daníel, Alda, Aðalsteinn, Stefán, Njáll, Þröstur, Stína, Bogga, Sigurjón, Sonja Dúfa, Dagrún, Trausti, Ingi, Fjalar, Arnar, Patti, Sólveig, Dýrfinna, Sigga, nanna, Gústi, Ágúst, Ásthildur, Þórir, Markús, Viktor,Helgi,Magga, Birna, Dóri, Hafþór, starfsmenn Teits, Bjössi,Gréta, Gitta,Ella,Óskar, Tommi, Raggi, Óskar, Kalli, Jón S, Flippi, Elísa,Jón Þórðar, Felix og þið hjá Vikinger, og þeir sem ég hef verið í sambandi við á liðnu ári. Gleðilegt ár, takk fyrir gamla árið og verði nýja ykkur sem best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Takk og sömuleiðis

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 3.1.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband