Ráðamenn taki sig saman í andlitinu

Það hefur verið mikið í umræðunni undanfarið þessi mótmæli sem eru hingað og þangað í borginni og nú síðast á Akureyri og á Ísafirði.  Menn skiptast, að mínu mati í tvo hópa, með og á móti.  Helstu rök þeirra sem eru á móti eru þau að þarna sé skríll og glæpamenn sem eru að nýta sér tækifæri til að skemma og valda sem mestum átökum og sundurlyndi í þjóðfélaginu eða eins og einn sagði: ótýndir glæpamenn.

Svo eru það hinir sem eru hlynntir mótmælum og styðja þau, vildu helst að þau færu fram með friðsamlegri hætti.  Auðvitað vilja allir að mótmæli fara fram með friðsamlegum hætti en er það hægt? Ég efa það. Ef ég skoða í löndum heims sem hafa ,,reynslu” af svona þá nefndi ég frakka, þeir kveikja í bílnum, leggja niður vinnu, stoppa umferð og svoleiðis, þetta er þekkt frá dannmörku og víða.  Í löndum sem við getum kallað ,,harðari” í mótmælum, er kveikt í bílum, hús brennd, brotnar rúður og allskonar skríls læti.

Af hverju ekki að mótmæla þegar allt er í steik að sitja inná hótel Borg og troða í sig fínum mat, drekka vín og eyða hellings peningum í að hlusta á stjórnmálamenn reyna að selja okkur sem eigum að teljast til ,,fólksins í landinu, þó Ingibjörg Sólrún sé ekki sammála því.  Já og á sama tíma er verið eða búið að segja upp helling af íþróttafréttamönnum og skera niður í dagskrá.  Er það ekki orðið löngu ljóst að menn vilja að þeir sem báru ábyrgð á þessu hruni verði látnir svara til saka.

 

Áramótaskaupið kostaði 26 miljónir, segi 26 miljónir og allir stoltir að það var 2 miljónum ódýrara en í fyrra og þetta er ríkisstofnun sem stendur fyrir svona.  Kallar þetta ástanda sem er í þjóðfélaginu að allir spari.

Af hverju eru ráðamenn þjóðarinnar ennþá akandi með einkabílstjóra á dýrum bílum.  Gætu þeir ekki sýnt fordæmi og farið að keyra sjálfir.  Svo verða þeir bara pirraðir og svara fréttamönnum sem eru að reyna að segja okkur hinum hvað er í gangi, útí hött og sýna hroka.  Viljum við sætta okkur við þetta. 

 

En svo spyr maður sig: Hver getur tekið við? Samfylkingin sem er litlu skárri en sjálfsstæðismenn eða vinstri grænir. Vinstri grænir?  Hvað hafa þeir sagt sem ætti að gera þá trúverðugri en aðra – ekki neitt.

Hvað með að breyta þessu og leyfa okkur að kjósa menn og málefni, ekki flokka. 

Ég persónulega hefði viljað fá Dag B. Eggertsson til að leiða okkur í gegn um þessa lægð sem við erum í.  Hanna Birna situr á skrifstofunni sinni, sem hún hefði reyndar aldrei átt að fá og gerir nákvæmlega ekki neitt eða allavega ekki neitt sem tekið er eftir.  Er búið að segja Jakobi Frímannsyni upp? Hvaða gagn gerir þessir maður, annað en að koma með leiðinlegt innslag inní Skaupið sem annars var gott, frumlegt þó að sum atriðin mættu vera styttri.

 

Ég held að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu, því að mótmæli munu aukast á næstu vikum og mánuðum, reynum ekki að blekkja okkur með öðru.

Því segi ég:  Ráðamenn þurfa (eiga) að sæta ábyrgð, þeir sem voru í framvarðasveit útrásarvíkinganna og hellingur af toppum í banka og stjórnsýslunni ætti að skoða sinn gang og hafa virðingu til að hætta sjálfir.  Birna, bankastjóri Glitni.  Að ráða konu sem ,,tók ekki eftir að 180 miljónir” hefðu ekki farið út af reikningi hennar – um að gera að hafa svona fólk í vinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband