Hvílík niðurlæging!

Hvað eru menn að hugsa?  Bjarni Ármannsson kemur fram í Kastljósþætti og iðrast.  Sigmar, að venju, tók hraustlega á móti viðmælanda en hvað eru þessir menn að hugsa.  Halda þeir að ef þeir biðjist afsökunar og iðrist þá muni þeim fyrirgefningu hljóta?

Samkvæmt biblíunni og öllum okkar mannlegu þáttum þá ættum við að fyrirgefa.  Það er gott að fyrirgefa og hver maður ætti að gefa það.  Sætta sig við er annað!  Bjarni, eins og svo margir, koma fram í hverjum þættinum á fætur öðrum og lýsa iðrun og yfirbót.  Bjarni borgar einhvern pening og eigum við Íslendingar að fyrirgefa og segja: hann sýndi yfirbót, iðrun og endurgreiddi?  Hvað getum við gert? Ekki getum við bannfært, eins og gert var á öldum áður, hvern einstaklingin á fætur öðrum.  Er ekki spurning um að sætta sig við og reyna að vinna sig út úr vandræðunum.  Það er sagt við alkóhólista í meðferð.  Reyndu að sætta þig við það sem áður gerðist og reyndu að vinna þig útúr vandræðunum.  Það er líka sagt við alkóhólista: Bati er framkvæmd.  Reyndar hefur Bjarni Ármannsson sýnt, framkvæmd! Meira en aðrir hafa gert.

Mín skoðun er þessi:  Allir eiga að fá annað tækifæri og gefum þessum mönnum það.  Ég minni á það sem er sagt í biblíunni: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.

Látum samt ekki blekkjast af ,,rasskellingum” á Austurvelli eins og sýnt var í áramótaskaupinu heldur gefum þeim möguleika á að sýna í verki að þeir iðrast.

Mér fannst Bjarni koma frekar vel útúr þessu viðtali, betur en margir aðrir en gleymum ekki stjórnmálamönnunum sem áttu – samkvæmt því valdi sem þeir hafa – að fylgjast með og ,,passa” að svona kæmi ekki fyrir.

Björgvin G. Sigurðsson hefur má mæta mikilli gagnrýni.  Mín skoðun er sú að sú gagnrýni hafi verið óvægin og oftátíðum frekar gert til að finna ,,blóraböggul” heldur en almenn skynsemi.

Förum varlega í dómum okkar.

 

Jákvæð frétt:  Það er gott verður!Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona eru verkmnnana

Bjössi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:42

2 identicon

þetta ru bara ekki verkamenn. Sjáið frístundakortin hjá Reykjavíkurborg.  yfir 70% af börnum þar nýta sér frístundakortin og átti að hækka þau í 40 kall en Sjálfstæðismenn hættu við.  Það er eins og þú segir: góðir hlutir gerast hægt
Einar

Einar (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband