Orðlaus, aldrei þessu vant!

Ég held, aldrei þessu vant, að ég sé orðlaus.  Ég gerði mér grein fyrir því þegar hörmungarnar dundu yfir okkur í´október að þær hefðu afleiðingar.

Mér datt ekki til hugar að ríkið kæmi svona í ,,bakið” á manni.  Hvað á ég við!

Það hefur allt hækkað!  Skattar, þjónusta ríkisins, jafnvel um 300%. Ég hlýt því að spyrja hvaða blekkingarleikur er í gangi?  Vonandi líta stjórnmálamenn ekki þannig á að þjóðin sé fífl því ef svo er þá eru þeir í djúpum skít.

Hvað hefur gerst síðan hrunið varð?  Að mínu mati alltof lítið og nánast ekkert að gert til að halda hlífiskildi yfir þeim sem minnst mega sín.  Frekar hitt.  Það er að þrengja að hér og þar og hjá flestum ríkisstofnunum.  Ég sem almennur borgari hlýt að kalla eftir raunsærri aðgerðum.  Lán AGS er með allskonar skilyrðum og  nú var ég að lesa að ríkið hefði ekki verið að standa sig þarBlush Spurt er: Hvar er ríkisstjórnin að standa sig.  Er ekki nóg komið og á hún ekki að hypja sig frá völdum og gefa einhverjum öðrum tækifæri?  Vandamálið er hverjum, ég er ekki  með á hreinu hvern ég á að kjósa og það er vandamálið.  Maður er farinn að vantreysta nánast öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnamálamenn:( Hef ekki mikla trú á þeim eftir allt sem á undan hefur gengið

Putti (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 14:29

2 identicon

Stjórnmálamenn eru asnar, alla  vega sýna þeir ekki neitt annað

Addi (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 21:22

3 identicon

við verðum að búa við þetta

Diddi (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband