Ekki nóg að koma vel fyrir.

Ég horfði á þáttinn Mannamál sem sýndur var a Stöð2 í kvöld.  Þar ræddi Sigmundur Ernir við forsætisráðherra okkar Geir H.

Svei mér þá. Var ekki enn einn ráðherrann að réttlæta gerðir sínar. 

Snillingur Geir! Þarna sat hann í 15 mínútur (eða hvað það var) og tókst að komast hjá því að svara megninu af beittum spurningum Sigmundar sem auðsjáanlega var í ham.  Þar var rætt um mál fjármálaráðherra sem skipaði í stól dómara og spurði Sigmundur ráðherra um hvort hann teldi að Árni Matt ætti að víkja sökum afglapa í starfi?  Nei, Geir hélt nú ekki!  Þetta hefðu ekki verið nein afglöp og benti á þau tvö skipti sem hann hefði skipað dómara þar sem annað hefði verið mjög umdeilt en hitt ekki.  Honum finnst bara þetta óþarfa tímaeyðsla að ræða svona hluti, að manni fannst.

Nú eru liðnir 100 dagar síðan bankahrunið varð og spurði Sigmundur hvort þeir (ríkisstjórn) hefði í raun einhverja yfirsýn yfir það sem hefði gerst og hver staðan væri.  Jú Geir fullvissaði áhorfendur að nú hefði ríkisstjórnin fulla yfirsýn, en sjáum hvað gerist.

Mér fannst þegar Sigmundur fór að tala um að einhver axlaði ábyrgð, að Geir fyndist það óábyrgt að segja af sér og ef einhver myndi gera það væri það óábyrgt. 

Haldið þið bara áfram að réttlæta og alls ekki taka neinni ábyrgð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Geir hefur greinilega engar lausnir né framtíðarsýn og hann er fastur í einhverju gömlu fari og vill helst ekkert gera sem hugsanlega særir einhvern, eins og t.d. reka Davíð Oddson, Jónas Fr. Jónsson hjá FME og Árna Matt, en þetta er það fyrsta sem ætti að gera til að hreinsa til og ná áttum, fá nýja menn til að taka til eins og flestir hagfræðinga benda á og hafa gert lengi. Nei Geir Haarde situr bara til að sitja og gerir minna en ekkert gagn með aðgerðarleysi og hiki sínu,burt með mannin sem allra fyrst. 

Skarfurinn, 14.1.2009 kl. 20:25

2 identicon

Hverjum þykir sinn fugl fagur og hver kýs sitt, ég kýs að halda nig við Sjalfstæðisflokkinn og tel að hann hafi gert meira goitt en ef hann hefði ekki verið við stjórn.  Ákvarðanir eru umdeildar og vera það alltaf sérstaklega þegar niðurskuður á í hlut

Arnar (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband