Sérkennilegt ástand.

Ég get ekki annað en vorkennt þeim sem halda um stjórnartauma landsins í dag.  Það er pottþétt ekki öfundsvert að vera í þeirra sporum þó svo að maður gæti hugsað: þeir komu sér í þetta og þeir ættu þá að koma sér úr þessu.  En hvað með það!

Ég hef eins og margir Íslendingar fylgst með mótmælum víða um land í gegn um fréttirnar og get ekki annað en dáðst að því sem þar er að gera þó svo ég samþykki ekki óþarfa ólæti og skemmdir á eigum okkar allra.  Það sem mér finnst standa uppúr er hvað lögreglan hefur haldið ró sinni og haldið þessum mótmælum innan ,,skynsamlegra” marka ef það má orða það þannig.  Þeir eru ekki öfundsverðir.  Það hljómaði þó hálf kjánalega, finnst mér, kona lögreglumannsins sem kom í sjónvarpinu í kvöld og ,,kvartaði” yfir vinnu eiginmannsins.  Mér dettur til hugar að velta upp þessari spurningu: hvað með allar eiginkonur manna sem eru á sjó við erfiðar aðstæður? Hvað með Björgunarsveitarmenn sem eru að störfum við erfiðar aðstæður? Ekki koma þessar eiginkonur og kvarta.

Jæja, en veturinn er líklega komin og við tökum honum fagnandi og getum þá farið á skíði, skauta, snjóþotur og allt sem fylgir vetrinum.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski!!!!!!!!!!

Addi (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband