5.2.2009 | 19:52
Ertu ekki búinn að fá nóg?
Jæja þá er maður komin í Skagafjörðinn. Mér líst vel á nýja starfið en veðrið hefur ekki verið mjög heitt ca - 13◦. Það er búið að vera fjandi kalt en nánast stafalogn.
Ég er 1 af þeim sem hlustaði á umræður á Alþingi í gærkvöldi. Blablablaba og nánast ekkert annað sem mér fannst koma fram. Jú eitt áttu þeir sem töluðu sameiginlegt og það var að sannmælast um að íslenska þjóðin væri duglegt og gott fólk, harðgert og með mikla sjálfsbjargarviðleitni. Vei!! Þeir áttuðu sig á því loksins. Margir sögðu að við (þjóðin) myndi krafla sig úr vandræðunum.
Það sem mér fannst hins vegar vanta í stjórnmálamennina var að þeir boðuðu ekki neinar breytingar á flokkakerfinu eða aðgengi fólks að ákvörðunum þeirra sem sitja á Alþingi. Einn þingmaður baðst afsökunar, takið eftir aðeins einn. Hvað með alla hina sem eru jafn eða meira brotlegir en þessi tiltekni maður.
Ótrúlegt en satt en maður veltir því fyrir sér hvenær þessir aðilar sem voru svona brotlegir í starfi ætla að sjá sóma sinn í því að hætta í pólitík og fara að skammast sín. Stjórnlagaþing er jú í farvatninu. En af hverju núna? Af hverju dettur mönnum til hugar að fara í stjórnlagaþing núna? Svo þeir geti beint kastljósinu að öðru en kúkablettinum í buxunum sínum.
Er nóg að flokkur fái nýjan formann og þá sé allt gott? Er nóg að t.d. Geir og Ingibjörg stíga til hliðar, alla vega tímabundið? Er nóg að horfa á umræður á Alþingi og heyra á þá boða nýjar áherslur og segja: við gerðum kannski mistök, já jafnvel gerðum þau, (og án nokkurs sýnilegrar iðrunar) en geta ekki bent á mistökin, gengist við þeim og tekið þeim afleiðingum sem viðkomandi á í raun að fá?
Það var gaman að heyra flesta tala um að ferðaþjónusta á Íslandi væri ákveðin bjarhringur fyrir þjóðina. Af hverju voru stjórnvöld að loka skrifstofum Ferðamálastofu í Danmörku og Frankfurt? Hvernig ætla þeir að styðja við rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á komandi mánuðum og árum? Ég fylgist spenntur með og hlakka til að sjá næstu útspil þeirra!
Um bloggið
Eymundur A.
Fólk
Uppáhalds leikarar
Þeir koma hægt og rólega
-
Paul Bettany
Þetta er einn sá svalasti! - Kelly McGillis
- Christian Bale
- George Clooney
-
Mark Whalberg
-
Jake Gyllenhaa
IMBd - Tom Cruse
-
Heath Ledger
Fyndið
Nokkrar auglýsingar
-
Brokeback Mounten á íslensku
YouTube - Fyndið
-
Hvar er handklæðið mitt?
YouToube -
Hamborgari á Rússneska vísu
YouTube -
Veðurspámenn
YouTube -
Sveitasæla
YouTube -
Fóstbræður
YouTube -
Fóstbræður
http://www.youtube.com/watch?v=EcgdSmLcb44&feature=related
YouTube -
Magni og Gerður G. Bjarklind
Átrúnaðargoðið og Gerður G. Bjarklind
YouTube -
Torfæran á Hellu
youTube
Tenglar
Mínir tenglar
- Fréttir á mbl.is Kíktu í Moggann
- Líttu á Vísi Fréttir og fl. stöff
- Háskólinn á Hólum
- Halli og Co hjá VGH verktökum Mosó
- Fyndnir og skemmtilegir
- Lestu og brostu
- Hvernig er veðrið
- Dr.Gunni
- Veðurstofan
- Vegagerðin
- Allur fjan... hér!
- Hvað langar þig að vita?
- Auðvitað háskóli Íslands
- Vísindavefurinn
- Jacchigua Frábær flokkur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 792
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.