Hundfúll og hissa!

Ég er hundfúll yfir úrslitum söngvakeppni Sjónvarpsins.  Af þessum 8 lögum var vinningslagið það sísta sem átti að fara áfram,ekki að lagið sé lélegt - langt því frá.

Það er komið sumar og sól og fólk í útlandinu farið að huga að görðum sínum, sitja fyrir utan kaffihúsin orðið eða að verða sólbrúnt.  Þá bætist enn einn skandalinn við frá Íslandi.  Ballaða sem fer ábyggilega jafn illa í fólk og það sem við höfum verið að senda frá okkur á undanförnum mánuðum.  Talandi um það! Jón Baldvin vill að Ingibjörg fari frá sem formaður Samfylkingarinnar.  Mikið er ég sammála honum!  Auðvitað ætti hún að víkja og sjá sóma sinn í því að láta sig hverfa – eins og reyndar fleiri sem hafa verið í pólitík en virðast ætla að halda áfram. 

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur vaxið og það vekur undrun mína.  Fyrir nokkrum vikum vildi þjóðin að þessi flokkur myndi fara frá og nú vill sama fólkið að flokkurinn stækki og nái ráðandi stöðu í stjórnmálum.  Hvað er að fólki?  Við kröfðumst breytinga en viljum þær samt ekki þegar okkur standa þær til boða.  En svo spyr maður sig – hvað er í boði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband