Hella, Þorláksmessuskata og góður endir á deginum.

Ég hóf daginn á því að fara til Hellu.  Á leiðinni þangað stoppaði ég við hjá vinum mínum Ingva Karli og Kristínu á Rauðalæk og skellti á þau jólakveðju.  Því næst var haldið til Hellu þar sem ég hitti m.a. Þórir lækni.  Málið að gamli maðurinn er komin með tennisolnboga og eftir árangurslausa lyfjameðferð þá var ákveðið að sprauta mig með sterum og sjá til hvort það lagaðist ekki en læknirinn bjó mig undir að þetta gæti tekið einhvern tíma.  Ég var að hugsa það á bakaleiðinni hvað það er gott að vera með svona góðan heimilislækni og hvað það hefur mikla þýðingu fyrir mig.

 

Ég fór síðan í Þorláksmessuskötu hjá VGH verktökum og en þeim góða sið hef ég haldið í nokkur ár.  Allt var þó með breyttu sniði, búið að dekka upp borð á miðju gólfinu á verkstæðinu og virkilega notalegt að hitta fjölskylduna hans Halla og tala nú ekki um fólkið mitt og aðra vini.  Skatan frábær, saltfiskurinn mjög góður og virkilega skemmtileg stund.

 

Ég fór síðan heim og það var ferlega vont að þegar deyfingin var að fara úr höndunum og helv... verkur fram eftir öllu kvöldi.

 

Ég hitti Kristu systur mína, borðaði með mömmu og pakkaði inn þeim jólagjöfum sem ég ætla að gefa á morgun og síðan er það útakstur um hádegið á morgun, fara uppí kirkjugarð, skella sér svo í bað og borða svo hjá Sesselju, Halla og fjölskyldu.

 

Það er ótrúlegt hvað ,,jólastressið” hefur lítið gagntekið mig og hver jólin öðrum betri.  Lífið er eitthvað svo ljúft núna að það er ótrúlegt en svona getur þetta verið. Spjallaði í gær við Óðinn Burkna vin minn en hann er fluttur í nýja húsið og þetta gengur allt vel hjá honum - farinn að vinna hjá Landgræðslunni.

 

Svo í kvöld átti ég fína stund.


Er endalaust hægt að leggja á fólkið

Ég ef kosið að taka eins lítinn þátt í allri þessari ruglumræðu sem fylgir þessu ástandi sem er í þjóðfélaginu, svartsýninni, niðurdrepandi umræðu um eitthvað sem virðist einkenna allt tal fólks.  Ég var í kvöldverðarboði í fyrrakvöld og barst talið að mótmælendum og þeir dregnir niður í svaðið fyrir skrílslæti, brotnar rúður, eggjakast og fl. í þeim dúr.  Við búum í frjálsu landi, eða alla vega er okkur sagt það, og þar hefur fólk rétt til að mótmæla og mótmælin sýna bara alla þá reiði sem ólgar undir yfirborðinu, meiri reiði en nokkur gerir sér í hugarlund að sé til staðar.  Alla spillinguna sem þessu fylgir, öll trúverðugheitin og kjaftæðið sem borið er á borð fyrir okkur og stundum held ég að stjórnmálamenn haldi að við þ.e.a.s. íslenskur almenningur sé fífl og ekki þess verður að úrskýra fyrir okkur það litla sem þeir sjálfir vita.  Allt tal um að skipta út 4 ráðherrum, sem í mínum huga er ekkert annað en fórn á höggstökkin sem enn er ekki litaður af neinum aftökum og þeir sem í rauninni þ.e.a.s. þeir stjórnmálamenn sem þykjast ekkert hafa sofið á verðinum á undanförnum árum kenna öllum öðrum en sjálfum sér um.  Okkur vantar nýtt blóð í pólitíkina og að stjórnmálamenn endurskoði þá stefnu sem þeir hafa verið að fylgja og flokkarnir fari í almennilega naflaskoðun. 

Verðbólga að nálgast 20% sem kemur mér ekki á óvart og ástandið bara eftir að vesna. 

Nýjasta uppákoman í DV sýnir bersýnilega að flestir eru orðnir samdauna því ástandi sem er í þjóðfélaginu og svona skítasnepill eins og DV með Reyni Traustasyni og Eiríki Jónssyni þar sem þessir menn sitja ennþá í stólum sínum staðfesta ekkert annað.

Ég hef haft gaman af því að horfaá Útsvar í sjónvarpinu og var stoltur af mínu fólki í Árborg sem stóð sig vel sl.laugardag en finnst samt Borgarbyggðarfólkið hafa verið langt frá sínu besta.  Ég hugsaði og hugsaði eftir að ég sá þá sem tóku þátt fyrir hönd Borgarbyggðar því ég taldi mig þekkja 1 keppandann og viti menn, á sunnudeginum mundi ég svo hver það var sem ég kannaðist vil, hjúkk! Eins gott því ég var að verða vitlaus á svona þráhyggjuhugsunum – æi, þið vitið hvernig þetta er.

Heyrði í tveim félögum mínu í Rangárþingi þeim Jóni og Óðni Burkna í vikunni og ekki gladdi mig mikið að heyra að þar gengur allt upp eins og vera ber.


Breytum hugsunarhættinum

Hlustandi á fréttir, lesandi blöð og heyrandi í útvarpi um hve allt er að afar til fjandans gerir mig þunglyndan.

Núna þegar harðnar á dalnum og fl og fl. fólk að verða atvinnulaust þá á ekki að draga saman og hver skríða inní sína holu heldur gefa í blása til sóknar.  Margir hafa staði frammi fyrir stærri og erfiðari málum og náð að vinna sig út úr því.  Í fræðunum stendur að þegar kreppa er þurfi að vera vel á verði en sækja samt fram til nýrra markaða, nýsköpun og lyfta deginum á annað plan.  Það eru margar aðferðir til að ná settum markmiðum og bara muna að vera jákvæður og bjartsýnn og horfa framá veginn og láta ekki erfiðleika dagles lífs trufla sig en vera samt meðvitaður.

Vertu jákvæður, það er léttara og vertu sterkur.

Ég segi eins og Reynir Pétur sagði hér um árið þegar hann gekk hringinn, manni gengur betur ef maður reynir beturGrin


Jæja þá er litla frænka búinn að fá nafn!

Dagný og Sveinn létu skíra hana í Fríkirkjunni í Hafnafirði sl. laugardag.  Stelpan hlaut nafnið Þóranna, sterkt, hljófallegt og passar henni vel. Mest umvert að hún er heilbrigð og farinn að líkjast sjálfri sér.

Myndir frá skírninni hér undir myndaalbúm


Hetjan

Hann er hetja hann frædi minn hann Jökull Sveins.  Gaman að fá að fylgjast með hvernig hann tekur systur sinni búinn að vera einbirni í 2 ár.  Þau mamma hans og pabbi hafa góðfúslega leyf okkur að fylgjast hvernig sú stutta vex og dafnar í fjölskyldualbúminu og sem flestum opið! Ég hitti Jökul í kvöld og sá bjarta brosið og hitti .,krumpuðu" systur hans og hlakka til laugardagsins en þá ætla þau mamma hans og pabbi að skíra.
Nánar síðar og myndir af Jökli hér á síðunni


Vöðvabólga og skírn!

Ég ætla ekki að lýsa hvaða fylgifiskum þessi sjómennska mín hefur haft í för með sér.  Emugel (Voltaren) hefur bjargað lífi mínu. Bjargað? Jú ef ekki væri fyrir þetta gel og það sem það hefur gert fyrir mig væri ég ábyggilega ekki á lífi.  Ég held að það sé hver vöðvi í líkamanum sem er teygður eða togaður og þráir hvíld eða slökun.  Ég fór í sund í dag og í gufu en VÁ – þessi vöðvabólga nær niður hrygginn og en slaknar vonandi fljótlega með fleiri gufum og meira af Eumgeli. 

Borðaði hjá mömmu og hún sagði mér að Sveinn og Dagný ætluðu að láta skíra á laugardaginn.  Aðeins ömmum og öfum væri boðið.  Ég hringdi í Svein frænda  minn og spurði hvort ég mætti vera við í kirkjunni og hann sagði já.  Ég spurði hvort hann vildi ekki spyrja Dagnýu en hann sagði að það þyrfti hann ekki að gera.  Gaman fyrir mig að fá að vera viðstaddur skírn dóttur hans.  Mér þykir svo undurvænt um þessi systkinabörn mín og þeirra börn að ég get ekki hugsað mér að missa af svona uppákomu því að þau skipta mig miklu máli.

Er í fríi frá sjónum og vonandi næ ég að ná niður vöðvabólginni og komast í,,upprunalegt” horf og geta gert allt það sem ég áður gerði.  Setti mynd af frænku minni hér á síðuna og vonandi gleðjast einhverir ættingjar yfir því hvað hún er lík ,,OKKUR”!


Hafið lokkar og laðar á ný?!

Strákurinn bara orðin gamall karl á síðustu dögum.  Nú er ég búinn að stíga ölduna á síðustu dögum og það er hver einasti vöðvi í líkamanum sem kallar á slökun og kvartar hástöfum yfir notkun.  Ég var að fatta að ég er ekki í neinu líkamlegu formi til að fara útá sjó svona aldraður og lítt undir búin, en með hörkunni hefst þetta.

Að stíga ölduna, sinar í kálfum og innanverðum lærum kvarta, að gera að fiski, liðamóti í höndum, öxlum og baki segja til sín, vera á línu stokkaranum, bakið, axlir og kálfar.  En þetta væri í lagi ef kojan sem ég er í væri ekki svona lítil og maður hefði pláss til að slaka á eftir vaktina.  En ég veit að þetta kemur- hægt og sígandi.  Er með fínni áhöfn, mjög blandaðri en fínir strákar!

Komum í morgun og erum að fara aftur út á eftir.

Leyfi ykkur að fylgjast með.

Muddi.


Sjórinn aftur!

Það var ekki leiðinlegt að fara á sjóinn aftur en ferlega kemur það til með að taka á! Ég hef ekki unnið erfiðisvinnu í 20 ár og nú að taka á vöðvum sem ekki hafa verið notaðir lengi.  Lína og beitningavél um borð kalla á að nú þarf gamalmennið að rifja upp gamla kunnáttu og hvernig á að beita henni í nýju umhverfi.  Sjórinn er alls ekkert leiðinlegur og ég hlakka til að takast á við nýtt og spennandi starf um borð í bátnum.  Þetta er svo sem enginn ,,tappi” þessi bátur og ábyggilega hið besta sjóskip og kemur til með að fara vel með mig á komandi vikum.

Ég er að senda út bréf eftir helgina vegna nýs starfs og hlakka til að sjá hvort það verða þau viðbrögð sem ég vona að það verði.  Ef ég á möguleika þá er ég farinn og kem svo til baka þegar ég er tilbúinn til þess – hvenær sem það verður!

Þangað til ég heyir í ykkur næst, hafið það gott á klakanum.

Mudd


Tíminn líður hratt

Í dag varð hann Jökull frændi minn 3ja ára.  Auðvitað voru mamma og pabbi búinn að gera svaka veislu og margt fólk mætti.  Strákurinn er hinn efnilegasti og orðinn sprækur og duglegur strákur sem á framtíðina fyrir sér.

Myndir eru í myndaalbúmi.


Ágætu ættingar

Það var árið 1997 sem ég tók saman og gaf fólki kost á að kaupa sér niðjatal og ég fór í heljar gagnaleit.  Nú langar mig að gera meira en það og uppfæra niðjatalið til dagsins í dag.  Gott væri að einhver einn, úr hverri fjölskyldu tæki það að sér að safna fæðingardögum, árum og hvort eitthvað merkilegt hefur gerst í þeirra fjölskyldu frá því 1997.

Upplýsingarnar sem mig vantar eru eftirfarandi:

Fæðingar dagur og á þeirra sem fæðast hafa frá 1997

Breytingar eð rangfærslur frá því niðjatali.

Menntun eða/og stöðu þess sem um fjallar þannig að þetta er heljarmikið verk sem við eigum fyrir höndum.

Færa nýfædda inn, einhverja smá ferilsskrá þeirra sem eru fyrir t.b.breytingar á hjúskaparstöðu.

Einnig væri gaman að fá stuttar sögur – helst fyndnar – um okkar ágætu ættingja og að sjálfssögu þeir sem voru í stjórn að þeir takki úrdrátt úr viðkomandi móti.

Svona upplýsingar eru fljótar að geymast og því mikilvægt að fá þessar upplýsingar, breytingar á gamla niðjatalinu og allt uppfært frá áramótum 1996/1997.

Því það er mín skoðun að með þessu móti sé hægt að koma ,,böndum” á söguna.

Ég þygg með þökkum öll þau e-mail sem við höfum og gott að vinna með það og stundum fá viðbbótar

S.S beytingar frá1996/7  Allar.

Ég hef verið að kann hvað kostar að útbúa bók og þá með myndum fjölskyldan í heil eða hlutar hennar. S.s.eins miklar upplýsingar um þig, fjölskyldu þína þannig að við getrum haldið áfrm a skráningu á fjölskyldum okkar.  Þetta þarfað geras hratt því að ég hafði hugsað mér að setja myndir af þeim sem þess óksa.   Svo höfðu fjölskyldna okkar safnar sanab tetföbgynig æeg sjak svi sjálfur sjá um að greina þlr og jkoma þ.eim þa sm það á við í vona niðjatal. Síðan getum við haldið áfram að þróa niðjatalið með fyndnum sögum og öðrum frásögnum um okkar ætt og allarar.  ég þarf  sérsaklega að fá niðjatal Margrétar Marteins og kma því í niðjatali.

Hressi strákar sem tóku við kyndlinum síðast og ættu þeir að vera með t-lvupóstfang sem þeir geti sent á mí amig á hotmai@com

Tíminn liður og því afar nauðsynlegt að fáaheilstæðan e-mail lista.

Með fyrir fram þökk.

Muddi

Með fyrirframþökk


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 704

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband