Færsluflokkur: Bloggar
30.1.2009 | 12:22
Niðurskurður
Ekki er öll vitleysan eins. Var að hlusta á fréttir og heyrði um ofurlaun forstjóra Einskips. Þetta er ekki svívirða heldur ótrúlegt að heyra. Hvar ætlar þetta að enda og hver ætlar að stoppa þetta. Miljón á dag!
Það skýtur skökku við að ný ríkisstjórn og þingmenn hafa litið á ferðaþjónustu sem ákv.vaxtabrodd í íslensku atvinnulífi. Á sama tíma loka þeir skrifstofu Ferðamálastofu í Danmörku og eru að skoða að loka í Frankfurt sem er náttúrulega ótrúlegt taktleysi.
Eru svona ráðstafanir ekki þvert á það björgunaraðgerðir fyrir Íslands hönd. Yfir 500 þúsund ferðamenn komu til Íslands á síðast ári og gert er ráð fyrir aukningu á næsta og þá er um að gera að loka þessum mikilvægu skrifstofum og gera ferðaþjónustunni en nú erfiðara fyrir. Stór hluti ferðaþjónustunnar er að ég þann hagnað sem kemur inn á örfáum mánuðum, yfir sumartímann, og ef það á nú að minnka ennþá möguleika þessarar ungu greinar með svona framkvæmdum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 14:52
Hreint og beint ótrúlegt
Efnahagsástandið er eins og öllum er kunnugt afar bágborið. Ég las Fréttablaðið í morgun og sé ekki betur en sömu ráðherrar og voru þegar bankahrunið varð ætla að þiggja biðlaun. Maður tekur því sem að manni er rétt segir dýralæknirinn fjármálaráðherrann.
Þvert ofaní það sem þeir hafa gefið úr og m.a. sagt að fyrst komi þjóðin síðan flokkurinn, þá þiggja þeir biðlaun. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er þeirra réttur en í svona árferði ættu þeir nú að pakka niður og gleyma biðlaunum hafa ekki staðið sig svo vel.
Einar Kristinn sjávarútvegsráðherra ætti nú bara að skammast sín og að mínu mati er hans líf sem stjórnmálamanns lokið með ákvörðun sinni að leyfa hvalveiðar. Hver er tilgangurinn með svona ákvörðun, hann er jú hættur sem ráðherra.
Svo kemur Kristján Loftsson í sjónvarpið og mér fannst maður haga sér eins og fífl svo vægt sé til orða tekið. Sigursteinn Másson hélt að venju stillingu sinni en Kristján ótrúlega dapur gaur átti ekki roð í hann.
Hennar tími er komin og rúmlega það þar sem Jóhanna Sigurðardóttir er fyrsta konan á Íslandi og fyrsta samkynhneigða konan sem fer fyrir ríkisstjórn. Til hamingju Jóhanna og þú ert vel að þessu komin.
Ég þurfti að renna í Skagafjörð í fyrradag mikið var fallegt að keyra í veðurblíðunni norður og umhverfið fallegt. Ég fór kl. 8 og hélt ég yrði komin nógu tímanlega í kvöldmat en var ekki komin til baka fyrir en um miðnættið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2009 | 14:36
Silfur Egils og Björgvin G
Ég er hneykslaður svo ekki sé meira sagt! Mér varð á að setjast niður fyrir framan sjónvarpið og horfa á Silfur Egils.
Eru menn uppiskroppa með viðmælendur. Er virkilega hver og einn, aðeins að viðkomandi sé eitthvað þekktur, tekin í viðtöl í sjónvarpi? Uppistaðan í þessum þætti var s.s. að mínu mati fólk sem bergmálaði frá öðrum t.d. sömu frasar og í fréttum og frá fólki sem hefur eitthvað vit á þessu. Skelfilega lélegur þáttur og honum fer hrakandi. Talandi um breytingar í stjórnmálum, er ekki komin tími fyrir silfur Egils að annað hvort hætta eða setja sér háleitari markmið þ.e.a.s. ef Egill vill láta taka sig alvarlega, viðmælendur sem hafa vit á því sem hann ætlar að spyrja um.
Björgvin segir af sér og tekur fullt af vandamálum með sér þ.e.a.s. tekur vandamál sem hin illa dugandi ríkisstjórn hefði átt að gera fyrir löngu. Að mínu mati var Björgvin sé einstaklingur sem kannski síst hefði átt að segja af sér í þessari ríkisstjórn og gæti talið upp fleiri, en læt það ógert hér.
Björgvin er maður að meiri og eina sem hann græðir á þessu er að hann geti sýnt karakterinn sinn sem er að mínu mati mikill.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2009 | 23:12
Sérkennilegt ástand.
Ég get ekki annað en vorkennt þeim sem halda um stjórnartauma landsins í dag. Það er pottþétt ekki öfundsvert að vera í þeirra sporum þó svo að maður gæti hugsað: þeir komu sér í þetta og þeir ættu þá að koma sér úr þessu. En hvað með það!
Ég hef eins og margir Íslendingar fylgst með mótmælum víða um land í gegn um fréttirnar og get ekki annað en dáðst að því sem þar er að gera þó svo ég samþykki ekki óþarfa ólæti og skemmdir á eigum okkar allra. Það sem mér finnst standa uppúr er hvað lögreglan hefur haldið ró sinni og haldið þessum mótmælum innan ,,skynsamlegra marka ef það má orða það þannig. Þeir eru ekki öfundsverðir. Það hljómaði þó hálf kjánalega, finnst mér, kona lögreglumannsins sem kom í sjónvarpinu í kvöld og ,,kvartaði yfir vinnu eiginmannsins. Mér dettur til hugar að velta upp þessari spurningu: hvað með allar eiginkonur manna sem eru á sjó við erfiðar aðstæður? Hvað með Björgunarsveitarmenn sem eru að störfum við erfiðar aðstæður? Ekki koma þessar eiginkonur og kvarta.
Jæja, en veturinn er líklega komin og við tökum honum fagnandi og getum þá farið á skíði, skauta, snjóþotur og allt sem fylgir vetrinum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2009 | 23:25
Ekki lagast ástandið
Hæg og rólega, eða kannski er þetta vitlaust hjá mér, nú er allt á hraðferð niðurá við og engin virðist ráða neitt við neitt.
Í mestu rósemi hlýt ég að spyrja: hvað er verið að gera? Er Jónanna félagsmálaráðherra ein að gera eitthvað. Það virðist alla vega ekki bera á neinu nema sundurlyndi og vandræðagangi hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Ferlega held ég að sumum verði refsað í næstu kosningum.
Já svo hata allir ríkisstjórnina ,af þeirri augljósu ástæðu að hún er vanhæf og hefur drullað uppá bak, en ennþá sitja þessir fávitar sem fastast.
Davíð lætur ekki haggast ,þótt honum sé mótmælt daglega, og er á góðri leið með að sundra sjálfstæðisflokknum, bara til að sýna að hann er ósnertanlegur
Annað sem rann upp fyrir mér og mér fannst frekar dapurt: að í raun eru allir þessir stjórnmálamenn aðeins að hugsa um sig og sína, en engin góðmenni sem hafa aðra í fyrirrúmi.
Hver er svo vitur að hann geti haft vitið fyrir öðrum og sjálfum sér líka?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2009 | 21:04
Allt lætur undan um síðir!
Nú hefur Framsóknarflokkurinn ákveðið að fara í Evrópusambandið og kannski eini möguleikinn fyrir hann að lifa af í næstu kosningum. Samt hef ég tröllatrú á að ef Sigmundur verður næsti formaður muni fylgi flokksins aukast og ef það sem þeir hafa verið að gefa yfirlýsingar um og standa við orðin ekki svo galin hugmynd. En er aðila að Evrópusambandinu virkilega það sem við viljum? Veit einhver út á hvað Evrópusambandið gengur?
Nú fjölgar mótmælendum og ég sagði það fljótlega eftir bankahrunið að mótmælin yrðu orðin ansi kröftug og illskeytt í febrúarlok, byrjun mars. Reiði almennings er að vera mjög mikil og fólkið, burtséð frá flokksþingum, á eftir að verða reiðara og reiðara.
Ég var einn af þeim sem hlustuðu og horfðu á forkeppnina í sjónvarpinu.
Ég spái Ingó góðu gengi þ.e.a.s. komist hann uppúr forkeppninni.
Jákvæðu fréttirnar eru þær að ég skemmti mér konunglega í 18 ára afmæli Gunnhildar í gær;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 20:15
Ekki nóg að koma vel fyrir.
Ég horfði á þáttinn Mannamál sem sýndur var a Stöð2 í kvöld. Þar ræddi Sigmundur Ernir við forsætisráðherra okkar Geir H.
Svei mér þá. Var ekki enn einn ráðherrann að réttlæta gerðir sínar.
Snillingur Geir! Þarna sat hann í 15 mínútur (eða hvað það var) og tókst að komast hjá því að svara megninu af beittum spurningum Sigmundar sem auðsjáanlega var í ham. Þar var rætt um mál fjármálaráðherra sem skipaði í stól dómara og spurði Sigmundur ráðherra um hvort hann teldi að Árni Matt ætti að víkja sökum afglapa í starfi? Nei, Geir hélt nú ekki! Þetta hefðu ekki verið nein afglöp og benti á þau tvö skipti sem hann hefði skipað dómara þar sem annað hefði verið mjög umdeilt en hitt ekki. Honum finnst bara þetta óþarfa tímaeyðsla að ræða svona hluti, að manni fannst.
Nú eru liðnir 100 dagar síðan bankahrunið varð og spurði Sigmundur hvort þeir (ríkisstjórn) hefði í raun einhverja yfirsýn yfir það sem hefði gerst og hver staðan væri. Jú Geir fullvissaði áhorfendur að nú hefði ríkisstjórnin fulla yfirsýn, en sjáum hvað gerist.
Mér fannst þegar Sigmundur fór að tala um að einhver axlaði ábyrgð, að Geir fyndist það óábyrgt að segja af sér og ef einhver myndi gera það væri það óábyrgt.
Haldið þið bara áfram að réttlæta og alls ekki taka neinni ábyrgð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2009 | 14:10
Furða mig á hvað er í gangi
Ég, ásamt fullt af öðrum Íslendingum, horfði á auglýsingu Icelandari um nýtt og breytt fyrirkomulag sætaskipa og s.frv. Fullt af fólki sem tók þátt í að auglýsa en hvar er markhópurinn ,,samkynheygðir í þessari auglýsingu.
Flott auglýsing þar sem saman er komin þverskurður af íslensku þjóðfélagi nema samkynheygðir, þeir virðast gleymast alveg.
Það er talað um að 20% af þjóðinni séu samkynheygðir, konur og karlar, ætlar Icelandair ekki að höfða til þess hóps. Samkynheygðir hafa oftar en ekki fyrir börnum að sjá, geta leyft sér helling en samt eru auglýsingar svo str8th að það hálfa væri nóg! Þessi hópur sem gleymist stundum t.d. í auglýsingum fyrir þjónustu, pólitík, og annað sem er verið að auglýsa, hefur hellings pening til að ,,eyða í sjálfa sig og gera oftar en ekki það sem þá langar til.
Hve langan tíma á að það að taka að vinna á fordómum samfélagsins í garð þessa fólks. Kreddur samfélagsins ættu ekki að koma í veg fyrir að menn nái árangri með svona auglýsingum. Ég held hinsvegar að samvitund samkynheygðra nái langt út yfir svona furðulega hegðun. Markhópurinn samkynheygðir ferlega góður hópur og fólk sem á nóg af peningum til að nota til skemmtunar, afþreyingar, góðra hótela og svo góður hópur að menn ættu ekki að gleyma honum í kynningum sínum og auglýsingum.
Góðar fréttir: Það er spáð góðu veðri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2009 | 20:48
Enn einn ráðherrann búinn að skíta uppá bak!
Það var hörmung að sjá heilbrigðisráðherrann reyna að verjast spurningum meistara Sigmars í Kastljósi fyrr í kvöld. Fyrir utan að mér finnst Sigmar vera með betri spyrlum í sjónvarpi þá var Guðlaugur heilbrigðisráðherra með útúr snúninga, varðist frekar illa og kom, að mínu mati, skelfilega út úr viðtalinu. Sat með hendurnar saman og endurtók sig aftur og aftur um hluti sem hann virtist ekki hafa mikið vit á. Greinilega hefur Sigmar ákveðnar skoðanir sem hann þráspurði ráðherra að en stundum ,,virtust öll ljós kveikt, en enginn heima í svörum ráðherra. Og enn spyr ég: Er þetta ekki spor í þá átt að einkavæða heilbrigðisþjónustuna í landinu? Fái þessi flokkur að sitja áfram í ríkisstjórn sjáum við annað ,,hrunið í heilbrigðisþjónustunni og var í bankageiranum. Já og talandi um hann þá virðist ekkert vera að gera á þeim bæjum. Það sitja ennþá sömu aðilar í ábyrgðarstöðum og fyrir hrunið og ríkisstjórnin virðist ekki vera að gera nokkurn skapaðan hlut, frekar en fyrridaginn.
Er ekki komin tími til að hrista aðeins upp í kerfinu og fá ný öfl og nýja einstaklinga til sem koma ferskir inn og ekki marineraðir af margra ára spillingu og eiginhagsmunapoti.
Góð frétt þó: Veturinn virðist vera að koma
Bloggar | Breytt 13.1.2009 kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.1.2009 | 17:28
Endurtekið efni?
Hann er aldeilis búinn að fara hamförum heilbrigðisráðherrann okkar og verið óvæginn með hnífinn. Í gamla daga hét þetta að skjóta undan sér lappirnar.
Er sjálfstæðisflokkurinn að leika sama leikinn í heilbrigðisgeiranum og þegar þeir gáfum bankanna og fleiri ríkisfyrirtæki fyrir nokkrum árum. Er hugmyndin sú að einkavæða heilsugæsluna og láta hin almenna borgara greiða fyrir og síðan súpa seiðið eins og með bankana. Ég hlýt að spyrja að því. Allavega finnst mér þetta dularfullt mál og hef illar bifur á þessum athöfnum ráðherrans. Stjórnvöld lofuðu því að þetta yrði ekki gert þ.e.a.s. heilbrigðisþjónusta yrði ekki skert og hún ekki hækkuð. Verður þetta eins og í mörgum öðrum löndum líkt og USA. Maður þarf að kaupa sér rándýrar tryggingar til að hafa efni á sjúkrahúsvist eða þjónustu þeirra. Í alvöru! Eiga ekki allir jafnan rétt á aðhlynningu ef þeir veikjast eða slasast.
Er þetta enn eitt óþokkabragð Sjálfstæðisflokksins eins og hann hafi ekki gert nóg af sér nú þegar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Eymundur A.
Fólk
Uppáhalds leikarar
Þeir koma hægt og rólega
-
Paul Bettany
Þetta er einn sá svalasti! - Kelly McGillis
- Christian Bale
- George Clooney
-
Mark Whalberg
-
Jake Gyllenhaa
IMBd - Tom Cruse
-
Heath Ledger
Fyndið
Nokkrar auglýsingar
-
Brokeback Mounten á íslensku
YouTube - Fyndið
-
Hvar er handklæðið mitt?
YouToube -
Hamborgari á Rússneska vísu
YouTube -
Veðurspámenn
YouTube -
Sveitasæla
YouTube -
Fóstbræður
YouTube -
Fóstbræður
http://www.youtube.com/watch?v=EcgdSmLcb44&feature=related
YouTube -
Magni og Gerður G. Bjarklind
Átrúnaðargoðið og Gerður G. Bjarklind
YouTube -
Torfæran á Hellu
youTube
Tenglar
Mínir tenglar
- Fréttir á mbl.is Kíktu í Moggann
- Líttu á Vísi Fréttir og fl. stöff
- Háskólinn á Hólum
- Halli og Co hjá VGH verktökum Mosó
- Fyndnir og skemmtilegir
- Lestu og brostu
- Hvernig er veðrið
- Dr.Gunni
- Veðurstofan
- Vegagerðin
- Allur fjan... hér!
- Hvað langar þig að vita?
- Auðvitað háskóli Íslands
- Vísindavefurinn
- Jacchigua Frábær flokkur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 792
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar