Færsluflokkur: Bloggar
9.1.2009 | 13:22
Orðlaus, aldrei þessu vant!
Ég held, aldrei þessu vant, að ég sé orðlaus. Ég gerði mér grein fyrir því þegar hörmungarnar dundu yfir okkur í´október að þær hefðu afleiðingar.
Mér datt ekki til hugar að ríkið kæmi svona í ,,bakið á manni. Hvað á ég við!
Það hefur allt hækkað! Skattar, þjónusta ríkisins, jafnvel um 300%. Ég hlýt því að spyrja hvaða blekkingarleikur er í gangi? Vonandi líta stjórnmálamenn ekki þannig á að þjóðin sé fífl því ef svo er þá eru þeir í djúpum skít.
Hvað hefur gerst síðan hrunið varð? Að mínu mati alltof lítið og nánast ekkert að gert til að halda hlífiskildi yfir þeim sem minnst mega sín. Frekar hitt. Það er að þrengja að hér og þar og hjá flestum ríkisstofnunum. Ég sem almennur borgari hlýt að kalla eftir raunsærri aðgerðum. Lán AGS er með allskonar skilyrðum og nú var ég að lesa að ríkið hefði ekki verið að standa sig þar Spurt er: Hvar er ríkisstjórnin að standa sig. Er ekki nóg komið og á hún ekki að hypja sig frá völdum og gefa einhverjum öðrum tækifæri? Vandamálið er hverjum, ég er ekki með á hreinu hvern ég á að kjósa og það er vandamálið. Maður er farinn að vantreysta nánast öllum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.1.2009 | 13:01
Hvílík niðurlæging!
Hvað eru menn að hugsa? Bjarni Ármannsson kemur fram í Kastljósþætti og iðrast. Sigmar, að venju, tók hraustlega á móti viðmælanda en hvað eru þessir menn að hugsa. Halda þeir að ef þeir biðjist afsökunar og iðrist þá muni þeim fyrirgefningu hljóta?
Samkvæmt biblíunni og öllum okkar mannlegu þáttum þá ættum við að fyrirgefa. Það er gott að fyrirgefa og hver maður ætti að gefa það. Sætta sig við er annað! Bjarni, eins og svo margir, koma fram í hverjum þættinum á fætur öðrum og lýsa iðrun og yfirbót. Bjarni borgar einhvern pening og eigum við Íslendingar að fyrirgefa og segja: hann sýndi yfirbót, iðrun og endurgreiddi? Hvað getum við gert? Ekki getum við bannfært, eins og gert var á öldum áður, hvern einstaklingin á fætur öðrum. Er ekki spurning um að sætta sig við og reyna að vinna sig út úr vandræðunum. Það er sagt við alkóhólista í meðferð. Reyndu að sætta þig við það sem áður gerðist og reyndu að vinna þig útúr vandræðunum. Það er líka sagt við alkóhólista: Bati er framkvæmd. Reyndar hefur Bjarni Ármannsson sýnt, framkvæmd! Meira en aðrir hafa gert.
Mín skoðun er þessi: Allir eiga að fá annað tækifæri og gefum þessum mönnum það. Ég minni á það sem er sagt í biblíunni: Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.
Látum samt ekki blekkjast af ,,rasskellingum á Austurvelli eins og sýnt var í áramótaskaupinu heldur gefum þeim möguleika á að sýna í verki að þeir iðrast.
Mér fannst Bjarni koma frekar vel útúr þessu viðtali, betur en margir aðrir en gleymum ekki stjórnmálamönnunum sem áttu samkvæmt því valdi sem þeir hafa að fylgjast með og ,,passa að svona kæmi ekki fyrir.
Björgvin G. Sigurðsson hefur má mæta mikilli gagnrýni. Mín skoðun er sú að sú gagnrýni hafi verið óvægin og oftátíðum frekar gert til að finna ,,blóraböggul heldur en almenn skynsemi.
Förum varlega í dómum okkar.
Jákvæð frétt: Það er gott verður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2009 | 02:50
Klikkun
Mig langar að segja ykkur frá smá atviki sem ég lenti í fyrir 3 dögum síðan.
Þannig er mál með vexti að ég þarf stundum að nota ákv.lyf. Ég hef gert verðkönnun á því reglulega og ekki sjáanlegur neinn mikill munur, kannski 30-40 kr.
Ég fór fyrir 3 dögum síðan og leysti út eina einingu af þessu lyfi. Ég keypti það í Lyfju í Smáratorgi eins og svo oft áður. Lyfið hefur kostað um 550 kr þ.e.a. hlutur sjúklings svo hefur ríkið tekið þátt í að niðurgreiða hluta þannig að lyfið hefur í raun kostað um 1.000 kr. Mig rak í rogastans þegar ég ætlaði að fara að borga. Lyfið kostaði kr. 1.150,- Ég gerði athugasemd við þetta við afgreiðslustúlkuna. Hún horfði í augun á mér og sagði mér, án þess að roðna, við hækkuðum mörg lyf um 50% um áramótin. Nú spyr ég eins og asni. Hvernig er þetta hægt? Er frjáls álagning á lyfjum og ekkert þak á hvað menn geta verðlagt þau á?
Lyfjaver í Reykjavík er orðið talsvert hagstæðara en sambærilegt lyf þar kostar ekki nema um 800 kr þannig að það borgar sig fyrir mig að keyra þangað kaupa það.
Enn þetta er víst það land sem vill allt frjálst og samkeppni sem er reyndar enginn.
Gerið verðkönnun - það virðist borga sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2009 | 09:28
Var þetta bara ekki spurning!
Ég las á Vísi.is annar stjórnarflokkurinn væri farinn að hugsa sér til hreyfings varðandi stjórnarslit, Sjálfstæðisflokkurinn, en uppgefin ástæða var Evrópumálin þ.e.a.s. áherslur Samfylkingarinnar! Það hefur svo sem heyrst í fylgismönnum Samfylkingarinnar að þeir væru farnir að hugsa um ,,rósrauða eða ,,rósgræna stjórn með meðfylgjandi daðri við þannig tal þannig að þetta kom mér ekkert á óvart. Reyndar hefur mér heyrst þessar raddir verða stöðugt háværari og háværari í báðum flokkum. Það hlaut að koma að þessu fyrr en síðar. Gott að þessi mál eru komin í einhvern farveg. Verst að vita ekki hvern andskotann maður á að kjósa, hefði viljað fá forystu Dags B. Eggertssonar og traust mitt til hans sem hann ónautlega sýndi að hann væri verðugur þegar hann var 100 daga borgarstjóri.
Önnur slæm, mjög slæm frétt, var á Vísi en hún var af Ferðaskrifstofu Íslandsveldinu sem riðaði til falls en þær ályktanir voru dregnar af seinkun á flugi frá Íslandi. Þetta veldi sem ríkið seldi örfáum útvöldum og þegar þeir síðan seldu, efnaðir af, er þá líklega að fara til fjandans eins og svo margt annað hér á landi. Þar fara e.þ.f. 100 störf.
Var þetta bara ekki spurning um hvenær N1. stórfyrirtækið tæki dýfu og færi flatt, held það.
Enn á eftir að herða á sultarólinni og ennþá hagur landsins að versna, því miður!
Gleðifrétt! Það er gott veður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2009 | 10:48
Ráðamenn taki sig saman í andlitinu
Það hefur verið mikið í umræðunni undanfarið þessi mótmæli sem eru hingað og þangað í borginni og nú síðast á Akureyri og á Ísafirði. Menn skiptast, að mínu mati í tvo hópa, með og á móti. Helstu rök þeirra sem eru á móti eru þau að þarna sé skríll og glæpamenn sem eru að nýta sér tækifæri til að skemma og valda sem mestum átökum og sundurlyndi í þjóðfélaginu eða eins og einn sagði: ótýndir glæpamenn.
Svo eru það hinir sem eru hlynntir mótmælum og styðja þau, vildu helst að þau færu fram með friðsamlegri hætti. Auðvitað vilja allir að mótmæli fara fram með friðsamlegum hætti en er það hægt? Ég efa það. Ef ég skoða í löndum heims sem hafa ,,reynslu af svona þá nefndi ég frakka, þeir kveikja í bílnum, leggja niður vinnu, stoppa umferð og svoleiðis, þetta er þekkt frá dannmörku og víða. Í löndum sem við getum kallað ,,harðari í mótmælum, er kveikt í bílum, hús brennd, brotnar rúður og allskonar skríls læti.
Af hverju ekki að mótmæla þegar allt er í steik að sitja inná hótel Borg og troða í sig fínum mat, drekka vín og eyða hellings peningum í að hlusta á stjórnmálamenn reyna að selja okkur sem eigum að teljast til ,,fólksins í landinu, þó Ingibjörg Sólrún sé ekki sammála því. Já og á sama tíma er verið eða búið að segja upp helling af íþróttafréttamönnum og skera niður í dagskrá. Er það ekki orðið löngu ljóst að menn vilja að þeir sem báru ábyrgð á þessu hruni verði látnir svara til saka.
Áramótaskaupið kostaði 26 miljónir, segi 26 miljónir og allir stoltir að það var 2 miljónum ódýrara en í fyrra og þetta er ríkisstofnun sem stendur fyrir svona. Kallar þetta ástanda sem er í þjóðfélaginu að allir spari.
Af hverju eru ráðamenn þjóðarinnar ennþá akandi með einkabílstjóra á dýrum bílum. Gætu þeir ekki sýnt fordæmi og farið að keyra sjálfir. Svo verða þeir bara pirraðir og svara fréttamönnum sem eru að reyna að segja okkur hinum hvað er í gangi, útí hött og sýna hroka. Viljum við sætta okkur við þetta.
En svo spyr maður sig: Hver getur tekið við? Samfylkingin sem er litlu skárri en sjálfsstæðismenn eða vinstri grænir. Vinstri grænir? Hvað hafa þeir sagt sem ætti að gera þá trúverðugri en aðra ekki neitt.
Hvað með að breyta þessu og leyfa okkur að kjósa menn og málefni, ekki flokka.
Ég persónulega hefði viljað fá Dag B. Eggertsson til að leiða okkur í gegn um þessa lægð sem við erum í. Hanna Birna situr á skrifstofunni sinni, sem hún hefði reyndar aldrei átt að fá og gerir nákvæmlega ekki neitt eða allavega ekki neitt sem tekið er eftir. Er búið að segja Jakobi Frímannsyni upp? Hvaða gagn gerir þessir maður, annað en að koma með leiðinlegt innslag inní Skaupið sem annars var gott, frumlegt þó að sum atriðin mættu vera styttri.
Ég held að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu, því að mótmæli munu aukast á næstu vikum og mánuðum, reynum ekki að blekkja okkur með öðru.
Því segi ég: Ráðamenn þurfa (eiga) að sæta ábyrgð, þeir sem voru í framvarðasveit útrásarvíkinganna og hellingur af toppum í banka og stjórnsýslunni ætti að skoða sinn gang og hafa virðingu til að hætta sjálfir. Birna, bankastjóri Glitni. Að ráða konu sem ,,tók ekki eftir að 180 miljónir hefðu ekki farið út af reikningi hennar um að gera að hafa svona fólk í vinnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 17:41
Verkefni nýju ársins hafin!
Jæja eftir að hafa átt gott gamlársdagskvöld hjá Tóta og Kristu og öllum þeim gestum sem þar voru. Borðað frábæran mat sem Tóti bjó til, kalkúnn með öllu því sem honum fylgir var partí á eftir, Halli hélt þessa flottu flugeldasýningu og síðan var farið heim. (myndir úr veislunni á síðunni)
Nýársdagurinn fór, eins og venjulega, í kaffiboð til Sveins á Hringbrautinni og hitt þar að venju fólk sem maður umgengst ekki daglega og jafnvel einu sinni á ári. Kaffiborðið hlaðið eins og venjulega og átt ég góða stund þar.
Síðan var kvöldmatur hjá mömmu og var ekki Magga, drottningin af Skaganum þar í fullu fjöri var trillað heim og skriðið uppí rúm eftir góðan göngutúr, svona fá hreint loft í lungun.
Ég hef ekki haft það fyrir sið að strengja áramóta heit og gerði það ekki heldur núna. Mín skoðun er sú að maður eigi að strengja heit þegar manni líður þannig........
Í dag fór ég svo með Möggu og mömmu í búðir því að Magga þurfti endilega að kaupa sér DVD spilara því hún er nú skyndilega, komin fast að áttræðu, sérstakan áhuga fyrir DVD spilurum og þeim myndum sem hægt er að fá í þá.
mamma,Krista, Tóti, Edda Sólveig, Sesselja, Halli, Gunnar Snorri, Gunnhildur,Kolfinna, Sveinn, Dagný, Jökull, Þóranna, Svenný,Einar Ásgeir, Marek, Bart, Daníel, Alda, Aðalsteinn, Stefán, Njáll, Þröstur, Stína, Bogga, Sigurjón, Sonja Dúfa, Dagrún, Trausti, Ingi, Fjalar, Arnar, Patti, Sólveig, Dýrfinna, Sigga, nanna, Gústi, Ágúst, Ásthildur, Þórir, Markús, Viktor,Helgi,Magga, Birna, Dóri, Hafþór, starfsmenn Teits, Bjössi,Gréta, Gitta,Ella,Óskar, Tommi, Raggi, Óskar, Kalli, Jón S, Flippi, Elísa,Jón Þórðar, Felix og þið hjá Vikinger, og þeir sem ég hef verið í sambandi við á liðnu ári. Gleðilegt ár, takk fyrir gamla árið og verði nýja ykkur sem best.
Bloggar | Breytt 3.1.2009 kl. 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2009 | 02:21
Árið 2008 liðið og árið 2009 gengið í garð!
Kæru vinir, félagar og aðrir samferðamenn gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir liðnu árin. Vonandi að nýtt ár verði okkur farsælt og gæfuríkt!
Áramótakveðja,
Eymundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2008 | 23:12
Jólin búinn og Gunnhildur á topnum!
Þá eru jólin ,,búinn og lífið að komast í eðlilegt ástand! Yfir höfuð er ég búinn að haf það gott um hátíðarnar en uppúr stendur þó fjölskyldukærleikurinn og tengslin við fjölskylduna.
Samveran við mömmu, systur mínar og þeirra fjölskyldur stendur uppúr þó að mér finnist að jólin færi okkur ekkert nær hvort öðru en aðrir dagar.
Gleðileg frétt: Gunnhildur Ósk systurdóttir mín var önnur hæsta í verslunarskólanum og það hlýtur að vera afrek útaf fyrir sig. Önnur hæsta: Hvað ætli séu margir í hennar argangri og hvað æti séu margir háir í einkunnum. En stelpan hafði það með ástundun og iðjusemi. Við höfum oft brosað af því hvað hún er akkúrat en þetta hefur skilað henni þessum árangri. Til hamingju elsku frænka, æðislegur árangur.
Nú tekur við hinn ,,grái hversdagsleiki og allt það sem honum fylgir og það er bara fínt, Ég þarf að fara á Hellu fyrir áramótin og ætlað mér að nota tíman til að heimsækja félaga og vini í Rangárþingi og hlakka til að gera það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2008 | 01:33
Jóladagurinn!:(:)
Jæja þá er þessi jóladagur að kveldi komin. Ferlega flottur dagur þrátt fyrri að það skuli vera jól. Svaf út, fór í matarboð til mömmu og átti yndislega stund þar eins og alltaf. Fór í vesturbæinn og kíkti á Svenna og sat með honum stund og eins og alltaf er jafn gaman að koma til hans, hann er bæði fyndinn og skemmtilegur og mjög jólalegt að sitja þarna hjá honum. Fékk mér labbitúr meðfram ströndinni og fór svo og hitti vin minn hann Markús og við gátum haft gaman og það er gott að koma heim eftir góðan dag, gott að eiga svona marga góða vini sem þykir vænt um mann og vill manni allt hið besta.
Á morgun fer ég svo um hádegið og aðstoða mömmu við matarboðið sem er búið að vera árlegt hjá henni en þar hittist öll fjölskyldan og hefur ánægjulega kvöldstund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 14:48
Dagurinn í dag aðfangadagur! Christmasday!
Nálægð fjölskyldunnar, fara með pakka (þó mér finnist mikið af þessu jólastandi frekar slappt) hitta vini, kunningja og fólk sem ég umgengst dags, daglega og senda hinum sem maður hittir ekki reglulega jólakveðju í huganum, er náttúrulega eitt af því sem okkur er sagt að jólin snúist um og margt af því er auðvelt að láta sér líka við.
Fara með mömmu að uppí kirkjugarð og setja skreytingu á leiðið hans pabba, borða hjá systur minni og hennar fjölskyldu, hitta svo alla fjölskylduna í kvöldkaffi sem verður hjá Kristu, bara snilld.
Kæru vinir, óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og vonandi hafið þið það sem best um jólin.
Dear friends.
Merry Christmas, Froehliche Weihnachten und ein glückliches Neues Jahr!, Feliz Navidad y Próspero Año Nuevo, Glædelig jul, I'd miilad said oua sana saida, Gledhilig jól og eydnurikt nýggjár!, God Jul och Gott Nytt År, Gun tso sun tan'gung haw sun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Eymundur A.
Fólk
Uppáhalds leikarar
Þeir koma hægt og rólega
-
Paul Bettany
Þetta er einn sá svalasti! - Kelly McGillis
- Christian Bale
- George Clooney
-
Mark Whalberg
-
Jake Gyllenhaa
IMBd - Tom Cruse
-
Heath Ledger
Fyndið
Nokkrar auglýsingar
-
Brokeback Mounten á íslensku
YouTube - Fyndið
-
Hvar er handklæðið mitt?
YouToube -
Hamborgari á Rússneska vísu
YouTube -
Veðurspámenn
YouTube -
Sveitasæla
YouTube -
Fóstbræður
YouTube -
Fóstbræður
http://www.youtube.com/watch?v=EcgdSmLcb44&feature=related
YouTube -
Magni og Gerður G. Bjarklind
Átrúnaðargoðið og Gerður G. Bjarklind
YouTube -
Torfæran á Hellu
youTube
Tenglar
Mínir tenglar
- Fréttir á mbl.is Kíktu í Moggann
- Líttu á Vísi Fréttir og fl. stöff
- Háskólinn á Hólum
- Halli og Co hjá VGH verktökum Mosó
- Fyndnir og skemmtilegir
- Lestu og brostu
- Hvernig er veðrið
- Dr.Gunni
- Veðurstofan
- Vegagerðin
- Allur fjan... hér!
- Hvað langar þig að vita?
- Auðvitað háskóli Íslands
- Vísindavefurinn
- Jacchigua Frábær flokkur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 792
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar