Snillingur í akstri.

Ég kom norðan heiða í kvöld í hundleiðinlegu veðri og ömurlegri færð.  Snjókoma, hálka og vindur sameinuðu þessa skemmtilegu keyrslu.  Ég verð þó að hrósa mér – það gerir það enginn annar. Ég var bæði snöggur og öruggur og fór, þrátt fyrir leiðindin ferðina úr Skagafirði á örlítið yfir meðaltíma.  Fór ekki of hratt – kannski einu sinni. 
Sá bílslys rétt norðan megin við afleggjarann að Hvammstanga.  Merkilegt hvað fólkið slapp þrátt fyrir að bílarnir væru báðir gjörónýtir.  Uppgefin ástæða var flutningabíll sem var stopp á þjóðveginum.  Því gæti ég trúað því að á ferðum mínum virðast þeir stoppa þarna hvor á sínum vegarhelmingi með blikkljósin á og u.þ.b. 2-3 bíllengdir á milli þeirra svo að þetta er ekkert eindæmi.

 

Jákvæða við þetta allt er að ég fékk mjög góðan mat hjá mömmu þegar ég kom í bæinn.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband