13.11.2008 | 01:26
Dagurinn í dag!
Dagurinn í dag var síst verri en gærdagurinn! Ég endaði daginn með því að fara á tónleka í Háskólabíói og hlustaði á hvern listamanninn á fætur öðrum gera frábæra hluti. Ég fékk nýja sýn á fullt af tónlistarfólki en það sem kom mér mest á óvart var Sálin og Stefán Hilmarsson. Hvílíkir tónlistarmenn sem þeir eru drengirnir! Án efa flottasta atriðið á þessum tónleikum. Ég heyri líka að Stjórnin hefur þroskast og náð að halda sjarmanum frá fyrri árum og líkast til er það síst Stefáni Hilmarssyni að þakka og sá drengur er aldeilis frábær!
Ég fékk líka frábæra sýn á Jónsa í Svörtum fötum og lag sem þeir fluttu og heitir, Dag einn og er flott lag og hreif mann með sér. Hera var flott þegar hún söng og stórgóður efniviður í þeirri stúlku. Markmiðið með tónleikunum var að fá pening í verkefnið Þú getur sem á að minka fordóma og styðja við bakið á þeim sem eiga erfitt andlega. Gott og þarft verkefni.
Heilbrigðisráðherra hélt ræðu og lýsti því yfir hvað hann væri hlynntur þessu verkefni en gleymdi að minnast á að það er fullt af fólki sem á ekki fyrir lyfjum þó svo það sé greint t.d. þunglynt og hag þessa fólks þarf að laga.
Ég er að fara af landi brott í nokkra daga og skrifa eitthvað þegar ég kem til baka og vonandi hafa sem flestir í sig og á.
Enda þetta á smá úrdrætti af ljóðinu
:Gunnarshólmi:
Flúinn er dvergur, dáin hamratröll,
dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda.
En lágum hlífir hulinn verndarkraftur,
hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 16:41
Frábær dagur!
Mikið ferlega átti ég flottan dag í gær. Ég fór að stússast í bankamálum um morguninn og rétt fyrir hádegi hélt ég austur að Hellu til að hitta lækninn minn og spjalla við skattinn. Ég hafði rúman tíma, naut þess að keyra um þetta fallega svæði þar sem ég á margar góður minningar enda forréttindi að fá að vinna þarna. Svo mundi ég að Ingvi Karl og Kristín voru flutt að Rauðalæk og af því ég hafði góðan tíma skellti ég mér í heimsókn til þeirra. Mikið þykir mér vænt um þau og Ingvi bauð uppá heimalagað brauð, kökur og tertur og þarna sátum við að spjölluðum. Gott að eiga svona vini! Ég fór og hitti Þóri lækni en ég hafði verið hjá honum hálfum mánuði áður í minni árlegu læknisskoðun. Hann var mjög glaður með niðurstöðurnar úr blóðprufunni og sagði að þær litu út eins og hjá 20 ára heilbrigðum manni og ekkert athugavert væri að mér. Ég var komin á blóðþrýstingslyf en hef ekki þurft að taka þau núna í 2 ár. Ég var með óreglulegan hjartslátt og tók lyf við því í 1 ár, laus við það, ég hafði brutt Amelín (sem er lyf fyrir ofvirka) og með smá lyfjabreytingu er ég laus við það og þvílík breyting. Hann skammaði mig fyrir að reykja ennþá og tók af mér loforð að ég yrði hættur um áramótin.
Ekki minnkaði gleðin þegar ég kom í skattinn. Hef verið að vinna í skattaframtali síðan 2005 því að ,,snillingurinn Davíð geri það framtal og hefur í raun skekkt bæði 2006, 2007 og 2008. Nú er búið að leysa úr því og ég á hugsanlega endurgreiðslu frá skattinum. Hélt að ég væri búinn að leysa skilnaðinn en það ætla að koma upp svona ,,draugar en það er langt síðan ég kvað niður síðasta drauginn.
Kom svo í bæinn, þreyttur af ánægju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 23:58
Hreint frábær helgi
Ég er búinn að eiga góða helgi. Á laugardagsmorgun fór ég austur fyrir fjall til að grafa fyrir vatni og rafmagni að sumarbústaðnum. Vaknaði kl. 6 en átti ekki að fara fyrr en hálf níu og skellti myndinni Seven á og horfði á dauðasyndirnar 7. Austur í rigninguna og við kláruðum þetta og vorum komnir í bæinn um 3. Flott ferð og góður árangur.
Kíkti til mömmu og borðaði með henni og svo heim. Þá vildi svo vel til að vinur minn hringdi í mig og bauð mér á rúntinn, langt síðan ég hef komið á laugarveginn. Vaknaði svo hress og kátur og eftir að hafa horft á Dagvaktina sem er að skána aftur eftir lægð, gekk ég í 1 ½ tíma eftir Ægissíðunni.
Kíkti til Svenna vinar míns á Hringbrautinni og fékk með kaffi með honum. Heim í háttinn og svo verður nóg að gera á morgun.
Heyrði í Rósu vinkonu minni og átti við hana stutt spjall en skemmtilegt. Var í sambandi við Óskar, Ágúst og Ragga, frv.vinnufélaga og alltaf gaman að heyra í þeim. Við Óskar ætlum að fá okkur kaffi á morgun eða hinn og spjalla reyndar Raggi líka.
Svo er það dagurinn á morgun! Vonandi öðrum líkur, eitthvað að gerast og eitthvað að gera.
Jú, það er að fækka hjá okkur, Marek er að fara til Póllands og kemur ekki aftur fyrr en á næsta ári, er að jafna sig eftir vinnuslys.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 19:59
Kreppan fer ekki jafn vel með alla
Ég heyrði þessa sögu á götu um helgina.
Tveir menn hittast þeir Guðjón og Magnús. Guðjón spyr Magnús jæja, hvað segir þú? Er kreppan að fara illa með þig.
Já segir Magnús. Helvítis kreppan, jú ég missti helminginn af öllum mínu en sit uppi með helvítis kerlinguna. Þannig að hver lítur á sitt með sínum augum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 15:53
Axla ábyrgð!
Ég velti því fyrir mér þeirri stöðu sem er í íslenskum stjórnmálum í dag. Samfylkingin og Sjálfsætæði. Jóhann Sig, varaformaður sjálfstæðisflokksins og margir úr báðum flokkum hafa látið hafa eftir sér að þeir treysta ekki lengur Davíð Oddssyni. Hvað veldur því að þetta fólk axlar ekki ábyrgð, setur hnefann í borðið og segir. Okkar skoðun er sú að Davíð nýtur ekki lengur trausts og hann þarf að víkja. Svo kemur forsætisráðherrann og okkur að persónugera ekki það vantraust sem er á Davíð. Formaður VR kemur í sjónvarpi og ,,jarðaður af Sigmari og maðurinn kom út eins og fífl í viðtalinu. Fer á fund trúnaðarmanna og þeir lýsa fyrir stuðningi, hefur hann ekki þá sómatilfinningu og segir af sér nýbúin að ætla að fella niður með ólögmætum hætti skuldir væntanlega, einkavina og réttir svo puttann til okkar hinna sem segir okkur ,,almúganum í þjóðfélaginu að einkavinum eða einhverjum útvöldum að þeir skuli ekki óttast og segir við þá: þið þurfið ekki að borga skuldirnar ykkar. Er það er ekki að verða krafa okkar þjóðfélagsþegna að bæði stjórnvöld og stjórnendur bankana og lífeyrissjóðanna að þeir axli ábyrgð og taki almanna dómi yfir heimsku, vinargreiða, sjálfshugsun og að vernda ,,sætin sín. Samfylkingin ætti að slíta stjórnarsamstarfinu og þessi VR formaður ætti að taka dótið sitt úr skrifstofunni og koma sér heim halda sér þar því að fólk er reitt og á kröfu og heimtingu á að lögum og reglum sé framfylgt og almennar siðarreglur gildi í þessu annars freka dapra og nánast gjaldþrota landi.
Það er krafa mín sem almenns kjósanda að þetta óréttlæti verið lagað og siðferði og lög og reglur verið höfð við líði. Annars gæti eitthvað mjög slæmt gerst í þjóðfélaginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 05:20
Þetta er ekki að vera staðfastur í trúnni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2008 | 14:11
Hvert fóru allri peningarnir í þjóðfélaginu
Hafið þið áhuga á að vita hvað varð um alla peningana sem okkur vantar svo sárt núna? Kíktu á þessa Kíkstu á þessa slóð og teldu saman hvað hægt væri að lækka skuldir þjóðarbúsins við sölu þessara eigna. Njóttu vel en hér é þessari vefslóð getur þú séð eitt og annað spennand: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/673189/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2008 | 23:44
Strákarnir okkar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2008 | 05:24
Er maður að fara af landi brott?
Nú eg hættur hjá Teiti og farinn að snúna mér að öðrum verkefnum. Flest þeirr miðað að því að komast erlenis í vinnu og fá mannsæmandi laun.. Ég er ekki sjóveikur frekar en ég veit ekki hvað.. Það koma nokkrar vinnur til greina í skandinavílu. Það er verið að leita fyrir mig af heimamönnum og athuga tryggingar og húsnæði! Vonandi gengur þetta í næstu viku því þá fer þetta fyrir dóm þ.e.a.s. þá verður ákveðið hverjir fara í viðtal. Verðið með mér í hugsa vel til því þð eikykur mögule lkk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2008 | 22:57
Þjónar fólksins í landinu
Ég sá skrítið viðtal við Davíð Oddsson, seðlabankastjóra og spyrillin var Þóra Kristin og hún spyrði Davíð hvort hann hefði hugsað sér að segja upp sérstaklega í ljósi þess að mikil meirihluti fólks í skoðanakönnunum vildi hann úr stól seðlabankastjóra. Hrokinn og fyrirlitningin sem hann sýndi í svari sínu, bara það ætti að vera nóg fyrir þjón okkar að segja starfi sínu lausu. Svarið var: ert þú að hætta í þínu starfi sagði þessi hrokafulli maður og fyrirlitningin skein úr andlitinu á honum. Svona tilsvör á Geir einnig til og stundum hefur maður séð svona svör hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Þetta fólk bauð sig fram til að vinna fyrir okkur, vera þjónar okkar en þetta hefur nú heldur betur snúist við því að við erum orðin þjónar þessa fólks.
Stöð 2 hefur nokkrum sinnum minnt þingmenn á eftirlaunafrumvarpið sem tryggir þeim ofur lífeyristekjur og ég sé ekki að þetta fólk sé neitt að skera niður af þeim hlunnindum sem það hefur. Mjög dýrir bílar, bílstjórar á launum frá morgni til kvöld - eitthvað hlýtur þetta að kosta. Mistök þeirra sem sátu við stjórnvölin allan þann tíma sem sjálfsstæðisflokkurinn var við völd og þessi svokallaða útrás stóð yfir og þumbara gangur þeirra sem að útrásinni stóðu ættu að vera búnir að segja af sér og fela hæfara fólki stjórn landsins. Það er krafa mín sem íslendings að það fari fram kosningar eins fljótt og hægt er svo að þjóðin geti falið þeim sem hún treystir stjórn landsins og með þjóðarátaki myndum við öll vinna okkur út úr vandræðunum.
Ég er með þá hugmynd að ekki verði stillt upp framboðslistum á hefðbundinn hátt heldur fær þjóðin tækifæri á að velja persónur burtséð frá flokkapólitík. Þar hefði ég viljað sjá nafn Dags B. Eggertssonar og ég myndi treysta honum til forystu í okkar málum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Eymundur A.
Fólk
Uppáhalds leikarar
Þeir koma hægt og rólega
-
Paul Bettany
Þetta er einn sá svalasti! - Kelly McGillis
- Christian Bale
- George Clooney
-
Mark Whalberg
-
Jake Gyllenhaa
IMBd - Tom Cruse
-
Heath Ledger
Fyndið
Nokkrar auglýsingar
-
Brokeback Mounten á íslensku
YouTube - Fyndið
-
Hvar er handklæðið mitt?
YouToube -
Hamborgari á Rússneska vísu
YouTube -
Veðurspámenn
YouTube -
Sveitasæla
YouTube -
Fóstbræður
YouTube -
Fóstbræður
http://www.youtube.com/watch?v=EcgdSmLcb44&feature=related
YouTube -
Magni og Gerður G. Bjarklind
Átrúnaðargoðið og Gerður G. Bjarklind
YouTube -
Torfæran á Hellu
youTube
Tenglar
Mínir tenglar
- Fréttir á mbl.is Kíktu í Moggann
- Líttu á Vísi Fréttir og fl. stöff
- Háskólinn á Hólum
- Halli og Co hjá VGH verktökum Mosó
- Fyndnir og skemmtilegir
- Lestu og brostu
- Hvernig er veðrið
- Dr.Gunni
- Veðurstofan
- Vegagerðin
- Allur fjan... hér!
- Hvað langar þig að vita?
- Auðvitað háskóli Íslands
- Vísindavefurinn
- Jacchigua Frábær flokkur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 792
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar