Svif Condorsins

Nú er ég að verða búinn að liggja í rúminu í hálfan mánuð og orðin frekar leiður á þessum veikindum.  Ég var hjá heimilslkninum mínum í gær, frábær gaur, og hann sagði að ég gæti farið  að vinna uppúr helgini og nú er það spurning hvort það verður eitthvað að gera.  Ég var að grúska í gömlum myndaalbúmum og týna til myndir sem mig langar að eiga og henda hinum og fann ég margt forvtnilegt.  Ég er svo glaður með litlu frænku mína að ég er að springa úr monti og get svo sannarlega glaðst með fólkinu sem mér þykir vænst um að hafað eignast þessa yndislegu veru. Ég varð ferlega glaður að heyra í Kidda vin mínum sem er nýkomin heim frá danmörku og áttum við bæði notarlegt og skemmtilegt spjall og hittumst í dag.
Ég er búinn að heyra frá mörgum í hópnum sem ég var með þ.e.a.s. Ecuador og frábært að fá tækifæri til að kynnast þeim.
Heyri í ykkur síðar


Nýjasta fjöldskylduviðbótin

Hér eru myndir af nýjustu fjöldskylduviðbótinni sem við fengum í gær.  Við mamma litum á þau í gærkvöldi og síðan hafa foreldrarnir tekið myndir af þeirri stuttu sem dafnar og nærist vel.
Halli og Olga skírðu í dag frumburð sinn og fékk hún nafnið Aðalbjörg Birna og óska ég þeim til hamingju með það.


Sverrir áttræður

Hann Sverrir frændi minn varð áttræður í dag og af því tilefni komu vinir og fjöldskylda hans saman á Hrafnistu í Reykjavík, en þar býr hann með Margréti.  Létt var yfir karlinum og þó hann þekkti ekki kjaft, kannaðist hann við flest andlitin en Sverrir er ansi lasinn af alsheimer.  Hann hlóg og virtist skemmta sér hið besta.
Elsku Sverrir til hamingju með daginn en ég fékk nokkrar myndir sendar frá Ágústu og þær eru hér á síðunni.

Nýr fjölskyldumeðlimur

Mikil gleði og ánægja hjá okkur í fjösldkyldunni. Dagný og Sveinn eignuðust dóttur í morgun um kl. 9. Stúlkubarn 14 merkur og 51 cm. Jökull bróðir hennar fær að sjá systur sína á eftir en almennt erum við í sjöunda himni yfir nýja fjölskyldumeðlimnum. Ég leit til þeirra í kvöld og stelpan er ferlega lík Kristu stystur þegar hún var lítil.    
Halli frændi og Olga eignuðust sitt fyrsta bara í vikunni og óska ég þeim öllum til lukku og hlakka til að sjá nýja fjölskyldumeðliminn þeirra en ég held að það verði skírt á morgun hjá þeim.

Til hamingju öll.Happy

kveðja, Eymundur


Sárt að kveðja en gleði yfir að kynnast

Jæja! Þá eru þau farinnL Mikið er ég glaður en samt dapur í huga núna. Ég er búinn að vera með þeim í viku og fylgjast með hvað þau eru að gera, horfa á þau dansa, fylgjast með þeim utan vinnunnar og hef notið þess mikið að vera með þeim.  Gaman að kynnast öðrum menningarheimum, hvað þau voru alltaf glöð og tilbúinn til að takast á við ný ævintýri.  Rafael, dansmeistarinn er ótrúlegur maður. Hann hélt þeim á tánum allan tíman og þau voru svo tilbúin til að vinna með honum í öllu því sem hann bað þau um. Flaco, Juan, Pablo,Angela, Daniela, Diana, Venado, Fritz, Christan og þau öll höfðu mikil áhrif og gerðu ákveðna hugarfarsbreytingu hjá mér, breytingu sem mig langar að halda í og Ecuador er í mínum huga eftirsóknarvert land að heimsækja og þau vöktu svo sannarlega háhuga minn á þessu landi.  Ég fékk mömmu, Kristu, Eddu Sólveigu og Gunnhildi til að koma og sjá sýninguna og þær voru mjög ánægðar.  Ég hitti líka fullt af fólki sem ég þekkti – Helga, Maríu og nýfætt barn þeirra ásamt fleirum sem mér þykir vænt um. Ég er væntanlega að fara inní ákveðið sorgarferill sem fylgir því að kveðja þá sem manni þykir svona vænt um og það verður bara að hafa það.Myndir af sýningunni og nýju vinum mínum eru hér á síðunni.

Erum loksins að vakna!

Hvað er að gerast? Erum við loksins að vakna til ífsins? Ástandið í þjóðfélaginu minnir á virkan alkóhólista sem er búinn að vera á fyllerí og vaknar loksins til lífsins og fer að gera eitthvað í sínum málum.  Er þetta íslenska þjóðin í hnotskurn eða eru þetta bara stjórnmálamennirnir? Af hverju skyldi ég trúa Geir Haarde sem á undanförnum mánuðum hefur sagt okkur að víð séum í góðum málum og einni helgi síðar er allt að fara til fjandans.
Er þetta bara ekki allt plott á plott ofan? Gæti verið! Veit ekki en fer að halda það.  Nýjasta orðatiltækið sem ég hef heyrt um að Chilla sem er notað um að gera ekki neitt eða slappa af er að haardera. Munið það: haardera!
Heyri í ykkur fljótlega.

 


Jæja

Nú er komið að skuldadögum hjá sumum.  Hvað á ég við? Davíð Oddson er búinn að stefna að því leynt og ljóst í mörg ár að koma Jóni Ásgeir á kné! Hefur það tekist. Sumir eru búnir að selja ríkisfyrirtæki eins og ekkert væri.  Síminn, Landsbankinn o.fl. Síðan þegar frjálshyggjan er orðin of mikil þá þarf að stoppa hana en það hefur Davíð gengið illa. Erum við að horfa uppá eitthvað sem vitað var fyrir? Ég bara spyr.
meira seinna"!


Tölum saman

Jújú, auðvitað snerti það mig eins og aðra að heyra lagið sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng og var frumflutt í gær. Tölum saman. Og boðskaðurinn í laginu kjörin í það þjóðfélag. Ef ég man rétt þá var lag með hljómsveitinni Queen sem þaut uppá stjörnuhiminn löngu eftir lát hans.  Mér finnst vel hafa til tekist og þetta lag og reyndar flest lög Villa og mér finnst Ellý systir hans líklega sú sem er hver besti söngvari á landinu meðan hún lifði.

Verðu var ógeðslegt í nótt og stormurinn og rigningin mikil.  Eins og mér þótti nú leiðinlegt að labba í rigningu finnst mér það gaman í dag en svona er þetta nú breytingum háð, kannski aldurinn?

Ég er byrjaður í nýju vinnunni og fátt meira gaman en að takast á við ný verkefni en það er mjög gott að vinna þar sem ég unnið síðast liðið ár og vonandi helst það áfram.


Sérstæð kveðjuathöfn

Ég var svo heppinn að hafa strák Felix sem hópstóra í tveim af túrunum mínum í sumar.  Frábær drengur, fyndinn, áhugasamur og spurull.  Ég held ég hafi svarað 2.3 miljónum spurninga í sumar og voru þær ákaflega sérstakar sumar.  Hann spurði mig þegar við vorum staddir á Hvammstanga hvort ég ætti ekki eitthvað íslenskt. Ég átti það ekki til en rak augun í almbúm inní Kaupfélaginu Íslandslög 1-7 og ég keypti það.  Eftir að hafa spilað alla þessa diska þá var eitt lag sem virðist hafa farið í hjartað á einhverjum: Fylgd eftir Böðvar Guðmundsson og var þetta lag spilað aftur og aftur.

 

Fylgd
eftir Guðmund Böðvarsson

Komdu litli ljúfur,
labbi, pabba stúfur,
látum draumsins dúfur
dvelja inni' um sinn,
- heiður er himininn.
Blærinn faðmar bæinn,
býður út í daginn.
Komdu, Kalli minn.
Blærinn faðmar bæinn,
býður út í daginn
komdu Kalli minn

Göngum upp með ánni,
inn hjá mosaflánni,
fram með gljúfragjánni,
gegnum móans lyng,
- heyrirðu hvað ég syng,-
líkt og lambamóðir
leiti' á fornar slóðir
innst í hlíðahring.

Héðan sérðu hafið,
hvítum ljóma vafið,
það á geymt og grafið
gull og perluskel,
ef þú veiðir vel.
En frammi á fjöllum háum,
fjarri sævi bláum,
sefur gamalt sel..

Litli ferðalangur
láttu vakna nú
þína tryggð og trú.
- Lind í lautu streymir,
lyng á heiði dreymir,
þetta land átt þú.
Hér bjó afi' og amma
eins og pabbi' og mamma.
Eina ævi skamma
eignast hver um sig,
- stundum þröngan stig.
En þú átt að muna
alla tilveruna
að þetta land á þig.

Ef að illar vættir
inn um myrkragættir
bjóða svika sættir,
svo sem löngum ber
við í heimi hér,
þá er ei þörf að velja:
Þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér.


Göngum langar leiðir,
landið faðminn breiðir
Allar götur greiðir
gamla landið mitt,
-sýnir hjarta sitt.
Mundu, mömmu ljúfur,
mundu, pabba stúfur,
að þetta er landið þitt

 

Fylgd - Begleitung
von Guðmundur Böðvarsson

(Deutsche Fassung in Prosa)
Komm, mein kleiner Junge,
Vatis kleiner Liebling,
lassen wir die Träume
drinnen im Hause bleiben,
- heiter ist der Himmel.
Die Brise umarmt den Hof,
lädt in den Tag hinaus.
Komm, mein kleiner Kalli.

Gehen wir an dem Fluβ,
bei den Moosfeldern,
der Felsenkluft entlang,
durch das Heidekraut,
- hörst du was ich singe –
wie eine Lämmermutter,
die alte Fährten sucht,
hoch in dem Tal.

Von hier siehst du das Meer,
funkelnd im weissen Licht,
es verbirgt und hütet
Gold und Perlenmuscheln,
wenn du fangen kannst.
Und hinten in den Bergen,
weit von dem blauen Meer,
schläft eine alte Sennhütte.Wiesen und Heiden glühen,
Seen und Felsen leuchten.
Mein kleiner Wanderer,
laβ deine Treue erwachen.
- Rieselnd springt eine Quelle,
die Heidekräuter träumen,
dies hier ist dein Land.  
Hier lebten die Groβeltern,
genau wie deine Eltern.
Nur ein kurzes Lebe
besitzt ein jeder Mensch,
- der Weg ist manchmal eng.
Du sollst daran denken
durch dein ganzes Leben
dieses Land besitzt dich.
Sollten böse Geister
urch finstere Türen
Betrug als Gutes bieten,
wie es öfter geschieht
auf unserer Welt,
dann gibt es keine Wahl:
Du darfst nie verkaufen
das Land aus deiner Hand.

Laβ uns weiter gehen,
das Land öffnet die Arme.
Alle Wege öffnet
mein altes Heimatland,
zeigt sein wahres Herz.
Denk daran, mein kleiner,
Muttis und Vatis Liebling,
dies hier ist dein Land.

 


En þetta lag og texti fór eitthvað inn fyrri skinnið á seinni hópnum enda fallegt lag.  Áður en lagt var af staðs á morgnana var þetta lag spilað.  Eftir hádegishlé og þegar við vorum að koma í náttstað auk þess sem einn og einn kom og bað mig að spila lagið ,,okkar” sem ég að sjálfsögðu gerði.  Þegar við komum í bæinn var borðaður kvöldverður og ég hef haft það fyrir sið að borða með þeim.  Þegar búið var að borða hófust mikil ræðuhöld og voru valdir ræðumenn úr hópnum sem talaði bæði til Felix og mín.  Okkur voru færðar gjafir og síðan tók ung kona í hönd mína og leiddi mig út því þau voru með sérstakt ,,atriði” fyrir mig.

Hvað haldið að fram hafi farið? 10 manns úr hópnum röðuðu sér og sungu þetta fallega lag á íslensku.  Geri aðrir betur en þau höfðu lagt það á sig að læra bæði lag og texta.

Ég er búinn að setja nokkar myndir sem mér hafa borist úr ferðinni inná síðuna


Nú breytist lífið aftur og ég í nýtt starf

Ég er svo sem ekkert óvanur því að ,,taka" til og lagfræra það sem miður fer hjá fyrirtækjum.  Nú þarf ég að byrja á svona verkefni aftur og kvíði því svo sem ekkert en hefði kosið að þetta væri ekki svona mikil vinna. 

En næstu mánuðir verða erfiðir og ekkert sértaklega gaman að fara í þetta starf en jú. starfið gefur góðar tekjur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband