29.10.2008 | 07:07
Svif Condorsins
Nú er ég að verða búinn að liggja í rúminu í hálfan mánuð og orðin frekar leiður á þessum veikindum. Ég var hjá heimilslkninum mínum í gær, frábær gaur, og hann sagði að ég gæti farið að vinna uppúr helgini og nú er það spurning hvort það verður eitthvað að gera. Ég var að grúska í gömlum myndaalbúmum og týna til myndir sem mig langar að eiga og henda hinum og fann ég margt forvtnilegt. Ég er svo glaður með litlu frænku mína að ég er að springa úr monti og get svo sannarlega glaðst með fólkinu sem mér þykir vænst um að hafað eignast þessa yndislegu veru. Ég varð ferlega glaður að heyra í Kidda vin mínum sem er nýkomin heim frá danmörku og áttum við bæði notarlegt og skemmtilegt spjall og hittumst í dag.
Ég er búinn að heyra frá mörgum í hópnum sem ég var með þ.e.a.s. Ecuador og frábært að fá tækifæri til að kynnast þeim.
Heyri í ykkur síðar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 21:10
Nýjasta fjöldskylduviðbótin
Hér eru myndir af nýjustu fjöldskylduviðbótinni sem við fengum í gær. Við mamma litum á þau í gærkvöldi og síðan hafa foreldrarnir tekið myndir af þeirri stuttu sem dafnar og nærist vel.
Halli og Olga skírðu í dag frumburð sinn og fékk hún nafnið Aðalbjörg Birna og óska ég þeim til hamingju með það.
Bloggar | Breytt 28.10.2008 kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 21:04
Sverrir áttræður
Elsku Sverrir til hamingju með daginn en ég fékk nokkrar myndir sendar frá Ágústu og þær eru hér á síðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2008 | 13:34
Nýr fjölskyldumeðlimur
Mikil gleði og ánægja hjá okkur í fjösldkyldunni. Dagný og Sveinn eignuðust dóttur í morgun um kl. 9. Stúlkubarn 14 merkur og 51 cm. Jökull bróðir hennar fær að sjá systur sína á eftir en almennt erum við í sjöunda himni yfir nýja fjölskyldumeðlimnum. Ég leit til þeirra í kvöld og stelpan er ferlega lík Kristu stystur þegar hún var lítil.
Halli frændi og Olga eignuðust sitt fyrsta bara í vikunni og óska ég þeim öllum til lukku og hlakka til að sjá nýja fjölskyldumeðliminn þeirra en ég held að það verði skírt á morgun hjá þeim.
Til hamingju öll.
kveðja, Eymundur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 07:14
Sárt að kveðja en gleði yfir að kynnast
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2008 | 01:09
Erum loksins að vakna!
Hvað er að gerast? Erum við loksins að vakna til ífsins? Ástandið í þjóðfélaginu minnir á virkan alkóhólista sem er búinn að vera á fyllerí og vaknar loksins til lífsins og fer að gera eitthvað í sínum málum. Er þetta íslenska þjóðin í hnotskurn eða eru þetta bara stjórnmálamennirnir? Af hverju skyldi ég trúa Geir Haarde sem á undanförnum mánuðum hefur sagt okkur að víð séum í góðum málum og einni helgi síðar er allt að fara til fjandans.
Er þetta bara ekki allt plott á plott ofan? Gæti verið! Veit ekki en fer að halda það. Nýjasta orðatiltækið sem ég hef heyrt um að Chilla sem er notað um að gera ekki neitt eða slappa af er að haardera. Munið það: haardera!
Heyri í ykkur fljótlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 16:18
Jæja
Nú er komið að skuldadögum hjá sumum. Hvað á ég við? Davíð Oddson er búinn að stefna að því leynt og ljóst í mörg ár að koma Jóni Ásgeir á kné! Hefur það tekist. Sumir eru búnir að selja ríkisfyrirtæki eins og ekkert væri. Síminn, Landsbankinn o.fl. Síðan þegar frjálshyggjan er orðin of mikil þá þarf að stoppa hana en það hefur Davíð gengið illa. Erum við að horfa uppá eitthvað sem vitað var fyrir? Ég bara spyr.
meira seinna"!
Bloggar | Breytt 25.10.2008 kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 13:34
Tölum saman
Jújú, auðvitað snerti það mig eins og aðra að heyra lagið sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng og var frumflutt í gær. Tölum saman. Og boðskaðurinn í laginu kjörin í það þjóðfélag. Ef ég man rétt þá var lag með hljómsveitinni Queen sem þaut uppá stjörnuhiminn löngu eftir lát hans. Mér finnst vel hafa til tekist og þetta lag og reyndar flest lög Villa og mér finnst Ellý systir hans líklega sú sem er hver besti söngvari á landinu meðan hún lifði.
Verðu var ógeðslegt í nótt og stormurinn og rigningin mikil. Eins og mér þótti nú leiðinlegt að labba í rigningu finnst mér það gaman í dag en svona er þetta nú breytingum háð, kannski aldurinn?
Ég er byrjaður í nýju vinnunni og fátt meira gaman en að takast á við ný verkefni en það er mjög gott að vinna þar sem ég unnið síðast liðið ár og vonandi helst það áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 15:54
Sérstæð kveðjuathöfn
Ég var svo heppinn að hafa strák Felix sem hópstóra í tveim af túrunum mínum í sumar. Frábær drengur, fyndinn, áhugasamur og spurull. Ég held ég hafi svarað 2.3 miljónum spurninga í sumar og voru þær ákaflega sérstakar sumar. Hann spurði mig þegar við vorum staddir á Hvammstanga hvort ég ætti ekki eitthvað íslenskt. Ég átti það ekki til en rak augun í almbúm inní Kaupfélaginu Íslandslög 1-7 og ég keypti það. Eftir að hafa spilað alla þessa diska þá var eitt lag sem virðist hafa farið í hjartað á einhverjum: Fylgd eftir Böðvar Guðmundsson og var þetta lag spilað aftur og aftur.
Fylgd Komdu litli ljúfur, Héðan sérðu hafið, Litli ferðalangur Ef að illar vættir
| Fylgd - Begleitung (Deutsche Fassung in Prosa) Gehen wir an dem Fluβ, Von hier siehst du das Meer, Laβ uns weiter gehen,
|
En þetta lag og texti fór eitthvað inn fyrri skinnið á seinni hópnum enda fallegt lag. Áður en lagt var af staðs á morgnana var þetta lag spilað. Eftir hádegishlé og þegar við vorum að koma í náttstað auk þess sem einn og einn kom og bað mig að spila lagið ,,okkar sem ég að sjálfsögðu gerði. Þegar við komum í bæinn var borðaður kvöldverður og ég hef haft það fyrir sið að borða með þeim. Þegar búið var að borða hófust mikil ræðuhöld og voru valdir ræðumenn úr hópnum sem talaði bæði til Felix og mín. Okkur voru færðar gjafir og síðan tók ung kona í hönd mína og leiddi mig út því þau voru með sérstakt ,,atriði fyrir mig.
Hvað haldið að fram hafi farið? 10 manns úr hópnum röðuðu sér og sungu þetta fallega lag á íslensku. Geri aðrir betur en þau höfðu lagt það á sig að læra bæði lag og texta.
Ég er búinn að setja nokkar myndir sem mér hafa borist úr ferðinni inná síðuna
Bloggar | Breytt 16.10.2008 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2008 | 09:35
Nú breytist lífið aftur og ég í nýtt starf
Ég er svo sem ekkert óvanur því að ,,taka" til og lagfræra það sem miður fer hjá fyrirtækjum. Nú þarf ég að byrja á svona verkefni aftur og kvíði því svo sem ekkert en hefði kosið að þetta væri ekki svona mikil vinna.
En næstu mánuðir verða erfiðir og ekkert sértaklega gaman að fara í þetta starf en jú. starfið gefur góðar tekjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Eymundur A.
Fólk
Uppáhalds leikarar
Þeir koma hægt og rólega
-
Paul Bettany
Þetta er einn sá svalasti! - Kelly McGillis
- Christian Bale
- George Clooney
-
Mark Whalberg
-
Jake Gyllenhaa
IMBd - Tom Cruse
-
Heath Ledger
Fyndið
Nokkrar auglýsingar
-
Brokeback Mounten á íslensku
YouTube - Fyndið
-
Hvar er handklæðið mitt?
YouToube -
Hamborgari á Rússneska vísu
YouTube -
Veðurspámenn
YouTube -
Sveitasæla
YouTube -
Fóstbræður
YouTube -
Fóstbræður
http://www.youtube.com/watch?v=EcgdSmLcb44&feature=related
YouTube -
Magni og Gerður G. Bjarklind
Átrúnaðargoðið og Gerður G. Bjarklind
YouTube -
Torfæran á Hellu
youTube
Tenglar
Mínir tenglar
- Fréttir á mbl.is Kíktu í Moggann
- Líttu á Vísi Fréttir og fl. stöff
- Háskólinn á Hólum
- Halli og Co hjá VGH verktökum Mosó
- Fyndnir og skemmtilegir
- Lestu og brostu
- Hvernig er veðrið
- Dr.Gunni
- Veðurstofan
- Vegagerðin
- Allur fjan... hér!
- Hvað langar þig að vita?
- Auðvitað háskóli Íslands
- Vísindavefurinn
- Jacchigua Frábær flokkur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar