21.6.2010 | 22:43
Jæja
Önd kemur inn á bar og spyr barþjóninn: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "Nei".
Önd: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "Nei".
Önd: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "Nei við erum ekki með neitt brauð".
Önd: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "Nei, við erum ekki með neitt fjandans brauð hér"!
Önd: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "NEI! Eru heyrnarlaus eða hvað!? Við erum ekki með neitt djö****** brauð hér! Ef þú spyrð mig einu sinni enn þá negli ég helv*** gogginn á þér fastan við barborðið, óþolandi fáviti"!!
...
Önd: "Áttu nagla"?
Barþjónn: "Nei".
Önd: "Áttu brauð"?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 18:06
Smá pása!
Ágætu félagar og vinir. Ég er í smá pásu í blogginu en er virkur á Facebook.com og endilega heilsið uppá mig þar.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 23:16
Hundfúll og hissa!
Ég er hundfúll yfir úrslitum söngvakeppni Sjónvarpsins. Af þessum 8 lögum var vinningslagið það sísta sem átti að fara áfram,ekki að lagið sé lélegt - langt því frá.
Það er komið sumar og sól og fólk í útlandinu farið að huga að görðum sínum, sitja fyrir utan kaffihúsin orðið eða að verða sólbrúnt. Þá bætist enn einn skandalinn við frá Íslandi. Ballaða sem fer ábyggilega jafn illa í fólk og það sem við höfum verið að senda frá okkur á undanförnum mánuðum. Talandi um það! Jón Baldvin vill að Ingibjörg fari frá sem formaður Samfylkingarinnar. Mikið er ég sammála honum! Auðvitað ætti hún að víkja og sjá sóma sinn í því að láta sig hverfa eins og reyndar fleiri sem hafa verið í pólitík en virðast ætla að halda áfram.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur vaxið og það vekur undrun mína. Fyrir nokkrum vikum vildi þjóðin að þessi flokkur myndi fara frá og nú vill sama fólkið að flokkurinn stækki og nái ráðandi stöðu í stjórnmálum. Hvað er að fólki? Við kröfðumst breytinga en viljum þær samt ekki þegar okkur standa þær til boða. En svo spyr maður sig hvað er í boði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2009 | 22:34
Jæja, nú er söngvakeppnin framundan
Á morgun er söngvakeppni sjónvarpsins, úrslit á morgun. Ég hef sjaldan verið sannspár og mörgum Evrópubúum sem ekki hafa sama smekk og ég vaxið.
Ég er búinn að heyra öll löginn og ef ég mætti ráða myndi Ingó og Veðurguðirnir vinna. Létt og skemmtilegt lag, grípandi og ég var fljótur að ná laglínunum. Hinsvegar held ég að Jogvan vinni með sínu lagi sem ég held að smelli inní hjörtu Evrópubúa og sitji þar því textinn er einmitt að lýsa ástandinu í heiminum, ástinni og að standa saman í þeim sviptivindum sem steðja að þjóðum heims. Lagið sem þeir þremenningarnir Edgar Smári og félagar syngja er líka gott.
Við sjáum þetta allt á morgun.
Annars var ég í Höfuðborgarstofu í allan dag og hitti alla gömlu vinina úr ferðaþjónustunni og alltaf gaman að sjá þá þó auðvitað séu komin ný andlit innan um. Ég var ánægður með daginn, talsverar spurningar og slatti af heimsóknum.
Verðum aftur á morgun milli 10 og 16.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2009 | 00:08
Snillingur í akstri.
Ég kom norðan heiða í kvöld í hundleiðinlegu veðri og ömurlegri færð. Snjókoma, hálka og vindur sameinuðu þessa skemmtilegu keyrslu. Ég verð þó að hrósa mér það gerir það enginn annar. Ég var bæði snöggur og öruggur og fór, þrátt fyrir leiðindin ferðina úr Skagafirði á örlítið yfir meðaltíma. Fór ekki of hratt kannski einu sinni.
Sá bílslys rétt norðan megin við afleggjarann að Hvammstanga. Merkilegt hvað fólkið slapp þrátt fyrir að bílarnir væru báðir gjörónýtir. Uppgefin ástæða var flutningabíll sem var stopp á þjóðveginum. Því gæti ég trúað því að á ferðum mínum virðast þeir stoppa þarna hvor á sínum vegarhelmingi með blikkljósin á og u.þ.b. 2-3 bíllengdir á milli þeirra svo að þetta er ekkert eindæmi.
Jákvæða við þetta allt er að ég fékk mjög góðan mat hjá mömmu þegar ég kom í bæinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 21:41
Gaman að heyra í gömlum vinum.
Ég heyrði í gömlum vini mínum áðan og annan hitti ég á föstudag. Það er ótrúlega gaman að heyra og sjá þessa einstaklinga og fá fréttir af þeim. Breytingar á fólki eru ótrúlegar og sumir fara 180 gráður á nokkurra ára fresti eins og ekkert sé! Lifa í ,,nýja lífinu og njóta sín sem aldrei fyrr. Ég heyrði í gamalli vinkonu í gær og hún var að segja mér fullt af sögum, meira að segja úr minni fjölskyldu. Sögur sem ég hef aldrei heyrt og allt í einu áttar maður sig á hve mikið fólk leggur á sig til að halda sumu leyndu, hlutum sem skipta kannski ekki alltaf máli en gera það kannski fyrir viðkomandi, veit það ekki.
Mikið er kalt og biturt úti. Það liggur við að manni langi ekki út en vilji helst kúra undir sæng og horfa á góða mynd en maður fær ekki alltaf það sem maður vill og vill ekki alltaf það sem maður fær. Þannig er lífið stundum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 19:03
Verðkönnun á símamálum
Ég gerði verðkönnun í dag á kostnaði við notkun síma. Ég talaði við Símann, Vodafone og Nova. Það er mikil verðmunur á notkun á þessari munaðarvöru. Síminn býður í frelsi án nokkurra sérréttinda kr. 23,50 kr. Vodafone býður gegn 1000 kr.greiðslu á mánuði 15 kr. Nova almennt gjald kr. 14,90 en þeir bjóða ekki alla þjónustu eins og hin fyrirtækin. Tal býður 14.90. Þannig að þið sjáið að það borgar sig að skoða þessi mál vel. Allavega er Síminn langhæstur og ég skora á ykkur að skoða þetta vel. En heilt yfir er Vodafone hagstæðasta fyrirtækið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 09:39
ný dögun a Íslandi
Ný dögun
Vonandi kemur Dagur til með að leiða okkur til kosninga og sigurs í næstu kostningum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2009 | 17:09
.........fyrir góðan dag!
...... fyrir góðan dag er það sem Kaupfélag Skagfirðinga setur á plast pokana sem þeir selja sínum viðskiptavinum. Ég hef aldrei orðið eins hissa. Ég að kaupa inn fyrir mig og það sem ég borgaði fyrir var 10 þúsund krónur! Ég keypti bara það nauðsynlegasta, engan óþarfa og borgaði 10 þúsund fyrir. Horfa svo á pokann og sjá ......fyrir góðan dag. Hafi dagurinn verið góður þá hvarf sú gleði eins og hendi væri veifað þegar ég greiddi fyrir andvirði þeirra vöru sem ég keypti. Svona sem dæmi: ég keypti núðlur í bænum um daginn og kostuðu þær 45 krónur en hér hjá KS kostaði samskonar skammtur 68 kr. Er hægt að réttlæta 23.krónu álagningu? Ég skil ekki hvað ,,heldur svona fyrirtæki uppi. Allavega hér eftir verður keypt inn í lágvöruverslunum í bænum eða á Akureyri.
Frábært veður hér í Skagafirði núna í dag, milt og sólin farin baða fjöll og hlíðar. Gaman í vinnunni og ég er svona að kynnast fólki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 19:52
Ertu ekki búinn að fá nóg?
Jæja þá er maður komin í Skagafjörðinn. Mér líst vel á nýja starfið en veðrið hefur ekki verið mjög heitt ca - 13◦. Það er búið að vera fjandi kalt en nánast stafalogn.
Ég er 1 af þeim sem hlustaði á umræður á Alþingi í gærkvöldi. Blablablaba og nánast ekkert annað sem mér fannst koma fram. Jú eitt áttu þeir sem töluðu sameiginlegt og það var að sannmælast um að íslenska þjóðin væri duglegt og gott fólk, harðgert og með mikla sjálfsbjargarviðleitni. Vei!! Þeir áttuðu sig á því loksins. Margir sögðu að við (þjóðin) myndi krafla sig úr vandræðunum.
Það sem mér fannst hins vegar vanta í stjórnmálamennina var að þeir boðuðu ekki neinar breytingar á flokkakerfinu eða aðgengi fólks að ákvörðunum þeirra sem sitja á Alþingi. Einn þingmaður baðst afsökunar, takið eftir aðeins einn. Hvað með alla hina sem eru jafn eða meira brotlegir en þessi tiltekni maður.
Ótrúlegt en satt en maður veltir því fyrir sér hvenær þessir aðilar sem voru svona brotlegir í starfi ætla að sjá sóma sinn í því að hætta í pólitík og fara að skammast sín. Stjórnlagaþing er jú í farvatninu. En af hverju núna? Af hverju dettur mönnum til hugar að fara í stjórnlagaþing núna? Svo þeir geti beint kastljósinu að öðru en kúkablettinum í buxunum sínum.
Er nóg að flokkur fái nýjan formann og þá sé allt gott? Er nóg að t.d. Geir og Ingibjörg stíga til hliðar, alla vega tímabundið? Er nóg að horfa á umræður á Alþingi og heyra á þá boða nýjar áherslur og segja: við gerðum kannski mistök, já jafnvel gerðum þau, (og án nokkurs sýnilegrar iðrunar) en geta ekki bent á mistökin, gengist við þeim og tekið þeim afleiðingum sem viðkomandi á í raun að fá?
Það var gaman að heyra flesta tala um að ferðaþjónusta á Íslandi væri ákveðin bjarhringur fyrir þjóðina. Af hverju voru stjórnvöld að loka skrifstofum Ferðamálastofu í Danmörku og Frankfurt? Hvernig ætla þeir að styðja við rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á komandi mánuðum og árum? Ég fylgist spenntur með og hlakka til að sjá næstu útspil þeirra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Eymundur A.
Fólk
Uppáhalds leikarar
Þeir koma hægt og rólega
-
Paul Bettany
Þetta er einn sá svalasti! - Kelly McGillis
- Christian Bale
- George Clooney
-
Mark Whalberg
-
Jake Gyllenhaa
IMBd - Tom Cruse
-
Heath Ledger
Fyndið
Nokkrar auglýsingar
-
Brokeback Mounten á íslensku
YouTube - Fyndið
-
Hvar er handklæðið mitt?
YouToube -
Hamborgari á Rússneska vísu
YouTube -
Veðurspámenn
YouTube -
Sveitasæla
YouTube -
Fóstbræður
YouTube -
Fóstbræður
http://www.youtube.com/watch?v=EcgdSmLcb44&feature=related
YouTube -
Magni og Gerður G. Bjarklind
Átrúnaðargoðið og Gerður G. Bjarklind
YouTube -
Torfæran á Hellu
youTube
Tenglar
Mínir tenglar
- Fréttir á mbl.is Kíktu í Moggann
- Líttu á Vísi Fréttir og fl. stöff
- Háskólinn á Hólum
- Halli og Co hjá VGH verktökum Mosó
- Fyndnir og skemmtilegir
- Lestu og brostu
- Hvernig er veðrið
- Dr.Gunni
- Veðurstofan
- Vegagerðin
- Allur fjan... hér!
- Hvað langar þig að vita?
- Auðvitað háskóli Íslands
- Vísindavefurinn
- Jacchigua Frábær flokkur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 792
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar