Hreint og beint ótrúlegt

Efnahagsástandið er eins og öllum er kunnugt – afar bágborið.  Ég las Fréttablaðið í morgun og sé ekki betur en sömu ráðherrar og voru þegar bankahrunið varð ætla að þiggja biðlaun.  Maður tekur því sem að manni er rétt segir dýralæknirinn – fjármálaráðherrann.

Þvert ofaní það sem þeir hafa gefið úr og m.a. sagt að fyrst komi þjóðin síðan flokkurinn, þá þiggja þeir biðlaun. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er þeirra réttur en í svona árferði ættu þeir nú að pakka niður og gleyma biðlaunum – hafa ekki staðið sig svo vel.


Einar Kristinn sjávarútvegsráðherra ætti nú bara að skammast sín og að mínu mati er hans líf sem stjórnmálamanns lokið með ákvörðun sinni að leyfa hvalveiðar.  Hver er tilgangurinn með svona ákvörðun, hann er jú hættur sem ráðherra.

Svo kemur Kristján Loftsson í sjónvarpið og mér fannst maður haga sér eins og fífl – svo vægt sé til orða tekið.  Sigursteinn Másson hélt að venju stillingu sinni en Kristján ótrúlega dapur gaur átti ekki roð í hann.

 

Hennar tími er komin og rúmlega það þar sem Jóhanna Sigurðardóttir er fyrsta konan á Íslandi og fyrsta samkynhneigða konan sem fer fyrir ríkisstjórn.  Til hamingju Jóhanna og þú ert vel að þessu komin.

 

Ég þurfti að renna í Skagafjörð í fyrradag – mikið var fallegt að keyra í veðurblíðunni norður og umhverfið fallegt.  Ég fór kl. 8 og hélt ég yrði komin nógu tímanlega í kvöldmat en var ekki komin til baka fyrir en um miðnættið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já gæðum heimsins er misskipt
kv, Addi

Addi (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 20:13

2 identicon

Já ég held að hvalveiðar séu ferðaþjónustunni ekki góðar og stórfurðuleg ákvörðun manns sem er í raun hættur störfum, tala ekki um ráðherra og erfitt að átta sig á hvað hann er að fara en sjálfstæðisflokkurin er að mínu mati að liðast í sundur og endar líklega í miljón bitum.

Gummi K (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eymundur A.

Höfundur

Eymundur Arilíus Gunnarsson

Eigum við ekki öll að reyna að vera vinir!

Fólk

Uppáhalds leikarar

Þeir koma hægt og rólega

Fyndið

Nokkrar auglýsingar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband