31.8.2008 | 21:44
Labb, labb & aðeins meira labb
Ég er búinn að labba meira í sumar heldur en allt mitt líf held ég! En mikið er þetta búið að hafa hressandi áhrif á líkaman og sálina. 2-4 tíma göngutúrar og jafnvel lengri, ekkert mál og annað: skrítið að þurfa að fara þessa leið til að upplifa það - en ánægjuleg upplifun.
Ég hef sofið á mörgum tjaldsvæðum á landinu og mörg þeirra misgóð eins og gefur að skilja en mér verður hugsað fyrst til tjaldsvæðisins á Hvammstanga. Mikið er gott að koma þangað, góðar móttökur og tala nú ekki um aðstöðuna, fínar sturtur, matsalur þar sem hægt er að elda ef út í það er farið. Ef ég gef mér að 5 * sé það besta þá fær þetta tjaldsvæði 4* jafnvel hálfa í viðbót.
Talandi um Hvammstanga þá keyrðum við fyrir Vatnsnes og skoðuðum Hvítserk, Borgarvirki og fleiri staði, skoðuðum seli og sellátur og ekki urðu við fyrir vonbrigðum með þá því þeir léku sér og hoppuðu og skoppuðu á sjónum, í þeim tilgangi, virtist vera að skemmta okkur. Ég skil ekki alveg hvers vegna þetta svæði sem samanstendur af frábærri þjónustu, góðri aðstöðu og fallegum náttúruperlum séu ekki notuð meira. Ég var mjög ánægður með þetta og á þaðan góðar og fallegar minningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 23:40
Sumarið er það sem það er!
Jæja nú er sumarið að verða búið og haustið að taka við. Ekki að það sé neitt slæmt heldur bara kaflaskil í lífi okkar. Ég ætla að nota haustið, næstu daga og vikur í að gefa (greina) einkunn þeim tjaldsvæðum sem ég gisti á í sumar. Labbi labbi hóparnir mínir sem voru hvorir öðrum ólíkir fá sitt og ég ætla að krydda það með myndum a.m.k., af þeim sem ég á myndir af. Jafn víða og það sem kom mér á óvart er ekki lítið og gaman verður að segja þér frá því sem ég upplifið bæði sem starfsmaður og sem ferðamaður og sumt ekki til að gefa háa einkunn.
Samt meira síðar.
Eymundur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 07:12
Sumarið
Mikið er þetta búið að vera skemmtilegt sumar. Bara mörg ár síðan ég hef upplifað svona frábært og yndislegt sumar. Ég er búinn að fara í 3 ferðir þar sem að viðskipavinir okkar eru þýskir, á öllum aldri, með allskonar bakgrunn og allskonar ,,sérþarfir. Ég meira segja lenti í því að þurfa að leiðsega í forföllum farastjórans en hann veiktist skyndilega. Einnig er ég búinn að fara á suma staði á landinu þar sem ég hef ekki komið síðan ég var ungur drengur. Skrítið að upplifa þetta alltsaman og forréttindi að fá að taka þátt í þessu. Lenti meira segja í því á Mývatni að leiðsögumaðurinn varð veikur og ég þurfti að taka hópinn uppí Öskju og Herðubreiðalindir. Gekk fínt þó ég sé ekki altalandi á þýsku. Fyrri nóttina okkar þar var ekki nema 1 stigs hiti og þegar við vorum að borða morgunmatinn þá sjóaði. Biggi vinur minn var að vinna þarna sem skálavörður og þótti mér vænt um að hitta hann.
Starfsfólk fyrirtækisins á ýmsum stöðum á landinu hafa verið frábærir og gefið okkur gott að borða og reynt að þjónusta okkur sem best.
Ég er búinn að eignast frábæra vini og hefja vináttu við fólk á öllum aldri bæði starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins.
Af því að ég hef verið í þetta mörgum ferðum hef ég lítið geta verið heima en það koma tímar og þá getur maður dvalið þar í ró og næði. Við Einar verðum bara 2 í september vegna þess að Marek og Bart fara heim í frí en koma svo aftur eftir mánuð. Ég hitti Óskar í Ásbyrgi og við eyddum deginum saman og þrifum og bónuðum bílana. Ég hitti Einar á Húsavík á dögunum og mikið er gaman að hitta samstarfsmenn mína og geta átt með þeim stund.
Einn leiðsögumaðurinn sem ég er búinn að vinna eitthvað með í sumar vill bara fá mig í leiðsögn fyrir fyrirtækið hans.
Ég hitti Kristu systur, Eddu og Tóta á Egilsstöðum á dögunum. Nú er ÓL byrjað og ég fylgist með öllum leikjum í handbolta sem hægt er að fylgjast með og hlakka mikið til að horfa á í 8 liða úrslitum.Ég mun sýna ykkur eitthvað af myndum sem ég hef verið að taka í sumar þó eflaust mættu þær vera fleiri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 12:55
Úff þvílíkt veður
Ég er að hitta fortíðina mína daglega og finnst það bara skrambi gaman og fíl það í ræmur. Nú svo er eitthvað að gerast í einkalífinu sem vert er að taka eftir og upplifa. Ég hitti annan vin minn Guðmund Inga á Hvolsvelli og það var meiriháttar að sjá þennan mann sem hafði svo mikil áhrif á mig þegar ég var að vinna sem atinnu- og ferðamálafulltrúi í Rangárþingi og Mýrdal. S.S. frábært að vera til og ég hlakka til næstu mánaða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2008 | 06:21
Pottþéttur á að allir hafi tilgang
Er það ekki nokkuð ljóst að allir hafi ákveðið ,,hlutverik" ílífinu. Ég held það. Annnars er það af mér að frétta að ég hef verið að hitta gaur og undanafarið verð í ,,hrifnæma" hlutverkin og það er tvennt ólíkt því sem ég lifði í 17 ár. Kannski er þetta þroski, kannski eitthvað annað. Miklar breytingar eru í vinnunni og ekki ennþá komið á hreint hvert mitt hlutverk komi til með að vera en ef fer sem horfir þá ætti það að vera ferlega spennandi.
Hafið það gott þarna úti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 18:13
Frerkar dull
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2008 | 20:08
Flottir samt!
Þó að landsleikurinn hafi farið svona þá, að mínu mati, eru strákarnir frábærir en boltinn féll ekki með okkur núna. Gerum bara betur næst. Og af því ég var svo pirraður á leiknum horfði ég bara á leikinn sem þeiru unnu Svíþjóð
Fór í síðbúið matarboð hjá Gumma í gær og hitt skemmtilega stráka. Gummi kallar ekki allt ömmu sína þegar að mat er komið en frábær umgjörð og skemmtilegur hópur sem ég átti kvöldstund með. Vonandi eiga þær eftir að verða fleiri. Hringdi heim í dag og spjallaði við gamla félaga á Patró og undirstrikaði hvað var gaman að koma heim og gaman að taka þátt í því sem þar fór.
Bloggar | Breytt 9.6.2008 kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2008 | 07:49
Alveg hreint ótrúlegt
Mér hefur fundist gaman að mörgu leiti að fylgjast með umræðunni um ísbjörnin sem ,,rak" á land fyrir norðan. Almenningur hefur skipst í nokkra hópa, þeir sem vildu láta hann lifa, þeim sem var saman og síðan þeir sem vlidu láta drepa skeppnuna.
Stundum held ég að Íslendigar sé ekki með réttu ráði. Auðvitað átti að drepa ísbjörnin strax og til hanns sást. AF hverju: Þetta er hættuleg dýr bæði fyrir menn og dýr. Það er ekki óalgeingt að ísbyrnir hlaupi upp hesta og fá sér svo að éta þegar þeir hafa náð hestinum og hesturinn á ekki möguleika. Svæfa hann og svo hvað............. Eini möguleikinn sem var að mínu mati í stöðunni var þ.e.a.s. ef átti að láta kvkindið lifa var að svæfa hann og útbúa í Húsdýragarðinum góðan stað fyrir þetta stórkostlega dýr. Annað tal er að mínu mati útúr kú. En svo auðvitað þurftu menn að stilla sér við hræið með byssurna, vígreifir, og létu mynda sig þar.
Gleymum ekki að nú á dögunum reiið yfir stór jarðskjálfti og Sunnlendingar en í sárum og tekur þá marga mánuði að jafna sig og sumir geta það aldei. En að sjá frétt af ísbirninum vera no 1 á fréttastofum landsmanna sýnir að eitthvað þurfum við Íslendingar að endurskoða gildi okkar og hvað á að vera í forgangi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 06:22
Sjómannadagurinn heima á Patró,meriháttar helgi
Ég get ekki orða bundist eða sleppt því að tala um síðustu helgi. Málið er að Einar Á vinur minn og samstarfsmaður var að fara vestur á Patró til að taka þátt þegar fermingarsystkinin héldu uppá 25 ára fermingarafmæli og það á Sjómannadeginum sem er, eftir því sem mér hafði heyrst, þ.e.a.s. áður en ég sá þetta með eigin augum, stór viðburður þar vestra.
Jújú ég get svo sem sagt að ég hafi ekki verið neitt ,,ofsahrifinn við jáinu sem ég gaf honum fyrr í vetur um að ég kæmi með. En allavega sé ég ekki eftir því núna.
Frá því að við komum á föstudagskvöldi og þar til við fórum í eftirmiðdaginn á sunnudaginn var hvert ævintýrið á eftir öðru.
Ég mætti í flesta dagskráratriði þessa alltof fáu klukkutíma sem við stoppuðum þar. Við gistum í húsi Einars, borðum góðan mat hitti fullt af fólki sem ég hafði ekki hitt í tugi ára. Ég hitti og ræddi lengi við skólabróður minn hann Frey og þótti mér afar vænt um að hitta hann, mér þykir vænt um hann. Hann sagði mér frá helstu viðburðum í hans lífi þeim 22 árum sem við höfðum ekki sést og ég honum frá mér. Ég hitti Styrru en það er jafn langt síðan ég hitti hana síðast. Adda og Unna frændur mína, Birnu Jóns og svona get ég lengi talið upp.
En yfir heildina litið þá var þetta ævintýri sem ég er ákveðin að taka þátt í í komandi framtíð en ég ætla að gera það með öðrum hætti. Dagskrá hátíðarinnar byrjar á fimmtudegi og endar á sunnudagskvöld og ætla ég, ef einhver kostur er, að reyna að mæta á fimmtudegi og vera framá mánudag til að geta tekið þátt í þessu öllu. Það var mjög metnaðarfull dagskrá, hélt manni við efnið frá morgni til kvölds og lítill tími til að ,,slappa af öðruvísi en að taka þátt og hitta fólkið sem mér þykir vænt um þarna fyrir vestan og ég sé ekki oft.
Ég segi við þá sem standa að sjómandeginum heima á Patró. Til hamingju og mikið er gaman að sjá hvað þið hafið staðið ykkur vel í skipulagningu og frumlegheitum á þessum degi. Geri aðrir betur.
Bloggar | Breytt 7.6.2008 kl. 07:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2008 | 09:05
Frábært
Þá er ég búinn að sjá idolið úr söngvakeppninni Johny Logan. Frábært að heyra hann syngja og hvað karlinn hefur haldið sér vel í geng um árin. Sér varla á honum.
Tónleikarnir voru frábærir og stuðið í botni. Svona á þetta að vera. Nú er bara að undirbúas sig fyrir kvöldið í kvöld sem verður stórkost.eg. Til okkar kemur hellingur af fólki sem ætlar að horf með okkur á showið og ég veit að það verður stuð.
Áfram Ísland, bara eitthvað uppfyrir 6 sætið. Danska lagið heillar mig mikið og ég held að það eigi efti rað komast langt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Eymundur A.
Fólk
Uppáhalds leikarar
Þeir koma hægt og rólega
-
Paul Bettany
Þetta er einn sá svalasti! - Kelly McGillis
- Christian Bale
- George Clooney
-
Mark Whalberg
-
Jake Gyllenhaa
IMBd - Tom Cruse
-
Heath Ledger
Fyndið
Nokkrar auglýsingar
-
Brokeback Mounten á íslensku
YouTube - Fyndið
-
Hvar er handklæðið mitt?
YouToube -
Hamborgari á Rússneska vísu
YouTube -
Veðurspámenn
YouTube -
Sveitasæla
YouTube -
Fóstbræður
YouTube -
Fóstbræður
http://www.youtube.com/watch?v=EcgdSmLcb44&feature=related
YouTube -
Magni og Gerður G. Bjarklind
Átrúnaðargoðið og Gerður G. Bjarklind
YouTube -
Torfæran á Hellu
youTube
Tenglar
Mínir tenglar
- Fréttir á mbl.is Kíktu í Moggann
- Líttu á Vísi Fréttir og fl. stöff
- Háskólinn á Hólum
- Halli og Co hjá VGH verktökum Mosó
- Fyndnir og skemmtilegir
- Lestu og brostu
- Hvernig er veðrið
- Dr.Gunni
- Veðurstofan
- Vegagerðin
- Allur fjan... hér!
- Hvað langar þig að vita?
- Auðvitað háskóli Íslands
- Vísindavefurinn
- Jacchigua Frábær flokkur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar